Rekstur|Stutt námskeið

OKR's - Að mæla það sem skiptir máli

Lærðu að forgangsraða því sem skiptir mestu máli fyrir reksturinn.

 • Næsta námskeið

  12. mars 2020
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst.

 • Verð

  45.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Í þessu námskeiði verður ítarlega farið yfir OKR-hugmyndafræðina, hvaða þættir skipta sköpum varðandi árangur og hvað ber að varast.

OKR´s

OKR‘s stendur fyrir „Objectives and Key Results“ og er einfalt kerfi til þess að forgangsraða því sem skiptir mestu máli fyrir árangur fyrirtækis eða einingar og samþætta áherslur og árangursmælikvarða þvert á skipulagsheildir. Aðferðin hefur verið notuð af m.a. Google, sem tileinkaði sér snemma og nýtti sér þann fókus og einfaldleika sem hún býður upp á.

Ávinningur

 • Haldgott yfirlit yfir meginhugtök og hugmyndafræði OKR‘s
 • Góð innsýn í helstu ávinningsþætti og pytti sem ber að varast
 • Leiðir til að innleiða OKR‘s með árangursríkum hætti 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 12. mars frá kl. 13:00-17:00

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta