Rekstur|Stutt námskeið

OKR's - Að mæla það sem skiptir máli

OKR‘s stendur fyrir „Objectives and Key Results“ og er einfalt kerfi til þess að forgangsraða því sem skiptir mestu máli fyrir árangur fyrirtækis eða einingar og samþætta áherslur og árangursmælikvarða þvert á skipulagsheildir.

 • Næsta námskeið

  12. mars 2020
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst.

 • Verð

  45.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Einn lykilþátta í árangri Google var að tileinka sér snemma OKR hugmyndafræðina og nýta sér þann fókus og einfaldleika sem nálgunin býður uppá. OKR‘s stendur fyrir „Objectives and Key Results“ og er einfalt kerfi til þess að forgangsraða því sem skiptir mestu máli fyrir árangur fyrirtækis eða einingar og samþætta áherslur og árangursmælikvarða þvert á skipulagsheildir.

Í þessu námskeiði verður ítarlega farið yfir OKR hugmyndafræðina, hvaða þættir skipti sköpun varðandi árangur og hvað beri að varast.

Ávinningur

 • Haldgott yfirlit yfir meginhugtök og hugmyndafræði OKR‘s
 • Góð innsýn í helstu ávinningsþætti og pytti sem ber að varast
 • Leiðir til að innleiða OKR‘s með árangursríkum hætti 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 12. mars frá kl. 13:00-17:00

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta