Tækni|Stutt námskeið

Öflug teymi

Námskeið sem hjálpar stjórnendum og verkefnaleiðtogum að mynda teymi sem ná hámarksárangri.

 • Næsta námskeið

  27. nóvember 2019
  Kl. 9:00 - 12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3 klst

 • Verð

  42.000 kr.

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Um námskeiðið

Teymi er lítill hópur af fólki sem styður hvort annað með fjölbreyttri hæfni sinni, hefur sameiginlegan tilgang og deilir ábyrgð á útkomunni.

Teymisvinna hefur verið að ryðja sér í auknum mæli til rúms í fyrirtækjum og stofnunum. Hvort sem tilgangurinn er að auka samstarf milli mismunandi sérfræðinga, framkvæma hraðar, dreifa þekkingu eða útdeila ábyrgð á ákvörðunum, þá eru teymi komin til að vera og munu halda áfram að koma í staðinn fyrir einstaklingsvinnu og hefðbundna deildaskiptingu.

Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast:

 • Grunnforsendum þess að teymi nái góðum árangri - trausti og sálfræðilegu öryggi
 • Mismunandi vinnuaðferðum fyrir teymi og hverju þarf að huga að til að til verði  heildstætt vinnukerfi
 • Mikilvægi þess að teymið hafi skýra sýn - tilgang, mynd af framtíðinni og áætlun um hvernig á að komast þangað
 • Hvernig hægt er að stuðla að áhrifaríku flugtaki nýs teymis

Námskeiðið er blanda af stuttum kynningum, hagnýtum æfingum og umræðum.

Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem vilja ná meiri árangri í myndun og stjórnun verkefna-og þróunarteyma. Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrir verkefnastjóra og stjórnendur sem vilja nýta kosti teymisvinnu í daglegum störfum.

Skipulag

Námskeiðið fer fram:

 • Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 9:00 til 12:00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Leiðbeinendur

Baldur Kristjánsson

Stjórnunarráðgjafi og teymisþjálfari hjá Kolibri