Tækni|Stutt námskeið

Office 365

Stafræn umbreyting á vinnustöðum

 • Næsta námskeið

  29. september og 1. október 2020

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst.

 • Verð

  79.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Nemendur kynnast og læra að nýta sér helstu forrit Office 365 frá Microsoft og hvernig megi nýta þau til þess að fullgera stafrænt vinnuumhverfi.

Markmiðið er að þátttakendur geti fái skýra sýn á möguleikana í Office 365 sem inniheldur augljósa og leynda kosti sem er gott að kynna sér vel. Office 365 er lausnapakki sem styður við stafræna vinnustaðinn. Það er mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar tæknilega umhverfið er valið og nýta sem best það sem er til staðar.

Markmiðið er að þátttakendur geti byrjað að nýta sér Office 365 til að styðja við stafrænan vinnustað.

Meðal annars verður farið ítarlega í:

 • Teams
 • Fjarfundir
 • Skjalageymsla
 • OneDrive og skýið
 • Skjalavinnsla
 • OneNote
 • Outlook
 • Smáforrit

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

-          Geta skipulagt gögn og samskipti í 365 Office-umhverfinu

-          Verið sjálfstæðir til að nýta sér króka og kima þessara upplýsingatæknilausna

-          Leyst allar daglegar þarfir fyrir skipulag og samskipti í Office 365-umhverfinu

-          Fundið nýjar leiðir innan kerfanna til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta ratað örugglega um Office 365 umhverfið til að leysa núverandi, gamlar og framtíðaráskoranir í skipulagðri og skilvirkri vinnu.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • þriðjudaginn 29. september og fimmtudaginn 1. október 2020, frá kl. 9:00-15:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Rúna Loftsdóttir

Þekkingastjóri hjá Reykjavíkurborg