Tækni|Stutt námskeið

Möguleikar í stafrænni vinnslu gagna

Stafræn umbreyting á vinnustöðum

 • Næsta námskeið

  26. janúar 2022

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  51.000

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Námskeiðið snýst um að kynna fyrir nemendum möguleikana sem skilvirk gagnavinnsla býður upp á. Farið verður yfir þá verkferla og verkfæri sem almennt eru notuð og unnin verða stutt verkefni sem æfa nemendur í notkun þeirra.

Nokkur algeng hugtök eru útskýrð og tekin dæmi um notkun þeirra. Farið er yfir hin ýmsu stig gagnavinnslu og hvaða verkfæri eru notuð á hvaða stigi. Einnig er farið yfir verkferlana sem þarf að fylgja til að verkefnið heppnist vel.

Gagnavinnsla

Markviss nýting gagna verður æ mikilvægari og það er nauðsynlegt fyrir stjórnendur og starfsmenn að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að að taka þátt í byltingunni sem er í gangi. Skilin á milli sérfræðinga í gagnavinnslu og sérfræðinga í rekstri verða sífellt óskýrari og æ fleiri starfsmenn eru kallaðir inn í einhvers konar gagnavinnsluverkefni án þess að vera sérfræðingar í gagnavinnslu.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Kunna skil á helstu hugtökum sem tengjast gagnavinnslu
 • Þekkja helstu verkferla og verkfæri sem nýtt eru við gagnavinnslu
 • Þekkja möguleikana sem stafræn gagnavinnsla býður upp á og vita hvaða skref þarf að stíga til að gagnavinnslan nýtist sem best
 • Geta unnið með ráðgjöfum í gagnavinnslu á jafningjagrunni og nýtt styrkleika hver annars

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fá almenna, góða yfirsýn og skilning á möguleikum við stafræna vinnslu gagna.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum:

 • Miðvikudaginn 26. janúar 2022, frá kl. 9:00-15:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Grímur Sæmundsson

BI Ráðgjafi