Tækni|Stutt námskeið

Náðu tökum á tölvupóst-skrímslinu

Stafræn umbreyting með Microsoft Outlook

 • Næsta námskeið

  31. maí 2022
  09:00-11:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  2 klst.

 • Verð

  14.900 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Það er oft sagt að tölvupóstur sé samskiptatækni 21. aldarinnar, en það er ekki endilega upplifunin þegar ólesnum tölvupóstum fjölgar og fjölgar! Óreiðan í innboxinu getur auðveldlega orðið flöskuháls í samskiptum.  

Oft eyðum við miklum tíma og afköstum í endalausan fjölda pósta – sigta okkur í gegnum ruslið og fylgja eftir póstum. Leiðin við að temja tölvupóst-skrímslið er ekki flókin; það þarf bara smá þekkingu og skipulag. 

Microsoft Outlook er eitt mest notaða tölvupóstforrit í veröldinni og að mörgum talið eitt öflugasta verkfæri sem einstaklingar og sérfræðingar geta nýtt sér í leik og starfi. Á þessu námskeiði verður farið í hvernig hægt er að nýta helstu þætti Outlook við skipulag og yfirsýn. Skoðum hvernig við getum nýtt tengingar við önnur kerfi M365 eins og OneNote og Teams, sjálfvirkni í Outlook hugbúnaðinum og með Power Automate og margt fleira.  

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Hafa góða yfirsýn yfir helstu stillingar í Outlook​
 • Verið sjálfstæðir til að nýta sér flýtileiðir og skipulag
 • Leyst allar daglegar þarfir við samskipti og fundi​
 • Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta nýtt sér Outlook til að leysa núverandi, gamlar og framtíðaráskoranir í skipulagi skilvirkrar vinnu. 

Skipulag náms

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum kl. 09:00-11:00

 • Þriðjudaginn 31. maí

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Rúna Loftsdóttir

Þekkingastjóri hjá Decasoft