Markaðsmál|Stutt námskeið

Markaðssetning með tölvupóstum

 • Næsta námskeið

  17. mars 2022
  kl. 9.00 - 16.00.

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst. (1x7)

 • Verð

  kr. 65.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi markaðssetningar með tölvupóstum sem einkar hagkvæmrar og vel mælanlegrar tegundar af starfrænni markaðssetningu. Farið er vel yfir  rétta notkun miðilsins með tilliti til markmiða, aðgerða, mælinga og greininga á árangri. Helstu tól eru kynnt til sögunnar og nemendur vinna með efnið, greina mismunandi markpósta, hanna og útbúa markpósta og framkvæma æfingar.

Þátttakendur læra um:

 • Helstu markmið, kennitölur og mælingar í markaðssetningu með tölvupóstum og tekin verða mörg dæmi um notkun
 • Mikilvægi tölvupósta fyrir varðveislu og endurtekinnar sölu, samskipta og virði viðskiptavina
 • Hvernig best er að byggja upp verðmæta hópa og hvernig hægt er að bæta gæði pósta og árangur
 • Mailchimp og önnur tölvupóstkerfi. Gerðar verða æfingar með Mailchimp og ýmis gagnleg tól kynnt
 • Kosti og galla tölvupósta. Hvað ber að varast og hvernig hægt er að ná betri árangri með faglegri notkun þeirra.
 • Hvernig mögulegt er að lækka kostnað við markaðssetnigu og gera hana markvissari og mælanlegri með réttri notkun töluvpósta

 

Kennsluaðferðir:
Lesefni, myndbönd, fyrirlestrar, stuttar æfingar og ráðgjöf.

Skipulag námsins

Námið er staðarnám og fer kennslan fram

 • Fimmtudaginn 17. mars 2022 frá kl. 9.00 - 16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD