Markaðsmál|Stutt námskeið

Markaðssetning á samfélagsmiðlum

Kynntar eru þær leiðir sem fyrirtæki geta farið í markaðssetningu með nýtingu samfélagsmiðla

 • Næsta námskeið

  24. febrúar 2022
  kl. 9.00 - 16.00.

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  14 klst. (2x7)

 • Verð

  kr. 110.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið vel yfir markaðssetningu á samfélagsmiðlum með tilliti til markmiða, aðgerða, mælinga og greininga á árangri.
Lögð er áhersla á stefnumótun og samskiptaátlun og þátttakendur mun nýta ítarlega  hermun þar sem þeir setja upp og vinna með herferðir á samfélagsmiðlum.

Þátttakendu læra um:

 • Helstu markmið, kennitölur og mælingar í markaðssetningu á samfélagsmiðlum
 • Mikilvægi stefnumótun og samskiptaáætlunar
 • Hvernig á að setja upp pósta og ýmsa kosti og galla í tengslum við það
 • Setja upp keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum, skrifa efni og velja, gera plan og ákveða tímasetningar fyrir útsendingar. Þeir æfa sig einnig í að líta á pósta sem fjárfestingu, ná í þátttöku og tekjur frá neytendum ásamt því að fá tækifæri til að vinna með gögn
 • Áhrifavalda. Styrkleika og veikleiki tengda því að vinna með þeim
 • Facebook insights. Tæki og tól

 

Kennsluaðferðir:

Lesefni, myndbönd, fyrirlestrar, stuttar æfingar, hermun og ráðgjöf.

Skipulag námsins

Námið er staðarnám og kennslan fer fram

 • Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 frá kl. 9.00 - 16.00
 • Þriðjudaginn 1. mars 2022 frá kl. 9.00 - 16.00

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn og léttar veitingar á námskeiðsdegi.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD

Agnar Freyr Gunnarsson

Sérfræðingur á netmarkaðsviði Birtingahússins