Markaðsmál|Stutt námskeið

Að leiða markaðsstarf í gegnum krefjandi tímabil

 • Næsta námskeið

  8. og 11. júní 2020 - SUMARNÁMSKEIÐ
  kl. 9.00-16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  14 klst

 • Verð

  3.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Námskeiðið fjallar um það hvernig best er að nota mismunandi aðferðir í markaðssetningu til að skila fyrirtækjum mestu í formi hagnaðar – til dæmis í formi söluaukningar, varðveislu lykil-neytenda og/eða til verndunar á söluverði. 

Farið verður í hvernig best er að haga markaðsmálum á krepputímum, hvar skynsamlegt getur verið að skera niður fjármagn og hvar ekki. Tekin verða fyrir stutt raundæmi um markaðssetningu í Covid-krísu og þátttakendum mun einnig gefast kostur á því að vinna hagnýtt verkefni í tengslum við eigið fyrirtæki. 

Valdimar rannsakaði markaðsstarf og viðbrögð neytenda í síðustu kreppu og aðstoðaði fyrirtæki. Hugað verður sérstaklega að Covid-krísunni en einnig mun verða fjallað um hvaða lærdóm við getum dregið af markaðsstarfi og viðskiptum í fyrri kreppum.
Farið verður yfir  vöruframboð, verðlagningu, dreifileiðir og auglýsinga- og kynningarstarf. Horft verður bæði til skamms- og langstíma.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar einstaklingum sem vilja styrkja stöðu sína. Einnig þeim stjórnendum sem þurfa að takast á við áskoranir á eftirspurnahlið fyrirtækja. Fyrir sérfræðinga í markaðsmálum og/eða stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem eru undir áhrifum Covid-krísunnar.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR á eftirfarandi tímum:

 • Mánudaginn 8. júní frá kl.  9.00-16.00.
 • Fimmtudaginn 11. júní frá kl. 9.00-16.00.  

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD