Rekstur|Stutt námskeið

Lestur ársreikninga - fjarkennsla

Þekking á lestri ársreikninga gefur betri mynd af rekstri félaganna og hjálpar til við að meta framtíðarmöguleika þeirra.

 • Næsta námskeið

  16. mars 2021
  Kl. 9:00 - 15:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  49.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is

599 6341

Um námið 

Ársreikningar eru helsta uppspretta upplýsinga um afkomu og rekstur fyrirtækja.

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig ársreikningar geta nýst til að meta heilbrigði fyrirtækja, helstu tekju- og gjaldastofna þeirra og möguleika þeirra til framtíðar. 

Lestur ársreikninga hjálpar einnig til við að meta undirliggjandi verðmæti rekstrarins. Þeir eigendur fyrirtækja sem gera sér grein fyrir því hvernig verðmæti og verðmætasköpun birtist í ársreikningi fyrirtækjanna eru í góðri stöðu til að sækja sér fjármögnun, hvort sem er í formi lánsfjár eða hlutafjár.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að geta:

 • metið fjárhagslegt heilbrigði fyrirtækja
 • metið undirliggjandi verðmæti í fyrirtækinu
 • metið framtíðarmöguleika fyrirtækja

Fyrir hverja er námskeiðið?

Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vilja læra að meta fjárhagslegt heilbrigði fyrirtækja og framtíð þeirra, hvort sem eigendur þeirra eða sem áhugasamir fjárfestar í þeim.  

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í fjarkennslu:

 • Þriðjudaginn 16. mars 2021 frá kl. 9:00-15:00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Haukur Skúlason

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi