Viðskipti|Stutt námskeið

Launasamningar

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir launaviðtal og öðlast aukið sjálfstraust í samningaviðræðum?

 • Næsta námskeið

  12. mars 2021
  kl. 09.00 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst.

 • Verð

  65.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við hagnýtar æfingar í samningatækni. Þannig fá þeir þjálfun í þeim grundvallaráskorunum sem samningamenn standa frammi fyrir.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Fái skilning á undirliggjandi þáttum í samningaviðræðum og helstu hugtökum samningatækni
 • Hafi aukið hæfni sína til að undirbúa sig fyrir launaviðræður og geti betur skapað og sótt verðmæti í slíkum samningum og þannig náð hagstæðri niðurstöðu
 • Fái skilning á því hvernig megi breyta nei í já
 • Öðlist þekkingu í því hvernig á að leggja fram tilboð og hvernig á að taka við tilboði
 • Geta metið hvaða aðferðir eru vænlegar til árangurs í launaviðræðum
 • Njóti aukins sjálfstrausts í samningaviðræðum og geti nýtt þekkingu sína til að hámarka virði samninga
 • Öðlist þekkingu í hvernig má fá meira af því sem við viljum

Launasamningar

Allir ættu að læra að semja um laun sín því launasamningar eru mikilvægustu samningarnir sem einstaklingar leggja í. Hvernig til tekst segir til dæmis til um ánægju þína í starfi og mögulegan lífsstíl. 

Góð samningatækni krefst engra sérstakra persónueiginleika eða bellibragða heldur geta allir bætt árangur sinn umtalsvert burt séð frá stétt eða stöðu með því að beita einföldum grundvallarreglum og vinnuaðferðum.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum einstaklingum á vinnumarkaði sem og mannauðsstjórum fyrirtækja.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í Opna háskólanum

 • Föstudaginn 12. mars 2021 kl. 09.00-16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir

Lektor við tækniháskólann í Twente í Holland