Tækni|Stutt námskeið

Kanban - verkefnastjórnun

Kanban er einföld stjórnunaraðferð, byggð á Agile og Lean hugmyndafræðinni, sem breiðst hefur hratt út í heimi upplýsingatækninnar og víðar

 • Næsta námskeið

  9. apríl 2019
  kl. 13:00 - 16:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3 klst

 • Verð

  kr. 39.000

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Kanban er einföld stjórnunaraðferð, byggð á Agile og Lean hugmyndafræðinni, sem breiðst hefur hratt út í heimi upplýsingatækninnar og víðar. Kanban hjálpar hópum sem starfa að sameiginlegum markmiðum að ná utan um ólíkar tegundir verkefna með skilgreindu og fyrirsjáanlegu ferli. Kanban nýtir sjónstjórnun, takmörkun verkefna í vinnslu og mælingar til að greiða fyrir framvindu verkefna hjá hópi sem vinnur í sama ferlinu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hannað og ræst sitt eigið Kanban-kerfi, starfað í teymi eða deild sem nýtir Kanban til að halda utan um daglega umsýslu verkefna og tekið virkan þátt í umræðu um stöðugar umbætur á verklagi.

Farið er yfir eftirfarandi efnisþætti:


 • Agile vöruþróun og Lean straumlínustjórnun.
 • Grunnreglur Kanban - sýnilega stjórnun, takmörkun verkefna í vinnslu og mælingar.
 • Hönnun Kanban-kerfis - vinnuferli, verktegundir, þjónustumarkmið og framsetningu.
 • Hagnýt atriði - útfærslu mælinga, rafræn tól, hlutverk og stöðu- og umbótafundi.

Fyrir hverja

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að auka árangur og bæta þjónustu í starfi teyma eða deilda sem starfa að sameiginlegum markmiðum.

Skipulag

Námskeiðið fer fram:

 • Þriðjudaginn 9. apríl  2019 kl. 13:00 til 16:00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Baldur Kristjánsson

Lead Agile Coach hjá Valitor