Stjórnun|Stutt námskeið

Jafningjastjórnun

Hvernig er hægt að ná árangri og framförum í stjórnun jafningja sinna á vinnustað?

 • Næsta námskeið

  Haust 2019

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  6 klst (2 x 3)

 • Verð

  52.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Það fylgja áskoranir því að færast úr starfi sérfræðings eða framlínustarfsmanns yfir í stjórnendastöðu. Á þessu námskeiði læra nemendur að þekkja þessar áskoranir og bregðast við þeim.

Nemendur dýpka skilning sinn á stjórnendahlutverkinu og hljóta aukna færni í að skapa liðsheild og ná fram því besta úr fólkinu sínu. Þeir fá tæki og tól til að ná auknum árangri í frammistöðumati og geta að námskeiðinu loknu veitt jákvæða og leiðréttandi endurgjöf með áhrifaríkum hætti.

Meðal þess sem er kennt:

 • Hlutverk stjórnandans í að setja fram sýn, markmið og árangursmælikvarða.
 • Samskipti, upplýsingagjöf og frammistöðumat með áherslu á endurgjöf til jafningja.
 • Uppbygging liðsheildar, teymisvinnu og árangursmælikvarða í teymisvinnu.
 • Algeng mistök sem nýir stjórnendur gera og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir þau.

Skipulag

Nánari dagsetningar auglýstar síðar.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta