Viðskipti|Stutt námskeið

Fjárfestingar á bandarískum hlutabréfamarkaði (e. Investing in the US Equity Market)

Eins dags námskeið þar sem bandarískur hlutabréfamarkaður er kynntur á hagnýtan hátt gegnum viðskiptagátt (e. trading portal).

 • Næsta námskeið

  12. september 2019
  kl. 09:00-17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst.

 • Verð

  85.000 kr.

Verkefna­stjóri

Ásdís Erla Jónsdóttir

Eftir afnám gjaldeyrishafta hafa fjárfestar á Íslandi aukna möguleika á að fjárfesta á mörkuðum utan Íslands þar sem talið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir lægri þóknanagjöld á erlendum viðskiptagáttum og aukna möguleika á að dreifa áhættu hafa íslenskir fjárfestar ekki nýtt sér til fullnustu þá möguleika sem felast í bandaríska hlutabréfamarkaðnum, sem er dýpri og kvikari en íslenski hlutabréfamarkaðurinn. 

Á þessu námskeiði verður farið ofan í kjölinn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum og tækifæri til fjölbreyttari fjárfestinga skoðuð. Notast er við viðskiptagátt (e. trading portal).

Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu:

 • Kynning á bandarískum hlutabréfamarkaði
 • Kynning á einföldum og hagnýtum fjárfestingarleiðum (e. investing strategies) á bandarískum hlutabréfamarkaði
 • Veita þátttakendum skilning og færni í að beita mismunandi fjárfestingarleiðum með því að nota saman töflureikni og viðskiptagátt (sömu viðskiptagátt og notuð er í kennslu í viðskiptadeild HR)
 • Kynning á erlendum viðskiptagáttum sem þátttakendur geta gerst áskrifendur að og notað til að fjárfesta í rauntíma á bandarískum hlutabréfamarkaði

Fyrir hverja er námskeiðið:

Alla þá sem hafa áhuga á að kynnast erlendum viðskiptagáttum og þeim tækifærum sem felast í að fjárfesta á bandarískum hlutabréfamarkaði. Einnig hentar námskeiðið fjárfestingarráðgjöfum og eignastýringaraðilum sem vilja auka fjárfestingarmöguleika sína og umbjóðenda sinna.

Kennsla

Kennt er á ensku og þurfa þátttakendur að hafa með sér tölvur með Windows stýrikerfi. 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur