Stjórnun|Stutt námskeið

Innleiðing og framkvæmd stefnu

Á námskeiðinu gefst tækifæri til að vinna með stefnu og farið verður ítarlega yfir hvernig hún raungerist í framkvæmd og innleiðingu

 • Næsta námskeið

  24. mars 2022
  kl. 13.00-17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  20 klst (5x4)

 • Verð

  kr. 240.000

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Stefnumótun fyrirtækja og stofnanna er líklega einn mikilvægasti þátturinn í að ná rekstrarlegum og samfélagslegum markmiðum. Enn þann dag í dag er framkvæmd og innleiðing stefnu stærsta áskorun stjórnenda. Rannsóknir sýna að innleiðingin á stefnumótun er flókið verkefni og fyrirtæki ná alltof sjaldan að fylgja henni eftir. Einnig sýna rannsóknir að stjórnendur vita yfirleitt mun meira um mótun stefnu en mun minna um framkvæmd og innleiðingu. Niðurstöður úr rannsókn Gartner, frá 2019 staðfestir þessa niðurstöðu en þar kom fram að 75% svarenda töldu framkvæmd stefnu vera áskorun númer eitt.

Fáum tekst því að innleiða þá hugsun sem stefnumótun og stefna fyrirtækis, stofnunar eða hagsmunasamtaka er ætlað að standa fyrir.

Í fyrsta sinn á Íslandi er hægt að læra ítarlega um innleiðingu stefnumótunar þar sem farið er yfir alla þá þætti sem þurfa að vera til staðar til að framkvæma árangursríka stefnu.

Á námskeiðinu færðu tækifæri til að vinna með stefnu hjá þínu fyrirtæki og farið verður ítarlega yfir hvernig hún raungerist í framkvæmd og innleiðingu. Þátttakendur vinna því með eigin fyrirtæki og áherslur og nýtist námskeiðið því beint fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Það eru margar ástæður fyrir því að árangur við innleiðingu stefnumótunar er ekki betri en raun ber vitni.

Rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem framkvæma stefnumörkun með góðum árangri gera það með því að veigra sér ekki við því að taka stöðugt erfiðar ákvarðanir og þora að forgangsraða í rekstrinum sem gerir þeim kleift að einbeita sér að og mæla mikilvægustu þætti fyrir áframhaldandi velgengni fyrirtækisins.

Í þessari námslínu munu þátttakendur auka þekkingu og færni sína til að innleiða stefnu með því að nýta allar auðlindir fyrirtækisins, meta áhættu og mæla árangur. Farið verður yfir algengar hindranir sem koma í veg fyrir eða draga úr farsælli framkvæmd sem og lykilþætti sem þurfa að vera til staðar svo farsæl innleiðing geti átt sér stað. Einnig er kennt hvernig á að byggja upp skipulag og samskipti sem uppfylla stefnumarkandi markmið fyrirtækis. Þetta námskeið mun veita þátttakendum þann ramma og verkfæri sem gera þeim kleift að taka þessar erfiðu ákvarðanir og mæla árangur þeirra.Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa hæfni og getu til að:

 • Hanna skipulag sem tekur á mælingum og markmiðum tengdum stefnunni
 • Meta getu til stjórnunar og eftirlits á lykilþáttum eins og áhættu, vexti og hagnaði í framkvæmd stefnunar
 • Hanna mælikerfi fyrir allar víddir tengdar árangri fyrirtækisins
 • Þekkja og stjórna áhættu sem gæti dregið úr árangursríkri framkvæmd stefnu
 • Læra að sjá tækifæri sem styrkja starfsfólk og teymisvinnu, en notast verður við sérstakt verkfæri (JOBT) sem hjálpar til við að meta störf og getu teymis til að taka á sig meiri ábyrgð
 • Hanna umhverfi sem hvetur til og miðlar með skýrum hætti hvaða hegðun og geta þarf að vera til staðar til að ná markmiðum

 

Meðal þess sem kennt er:


Stjórnun og eftirlit
Velja leiðir sem hvetja til frammistöðu og áræðni meðal starfsfólks. Kynntar verða mismunandi aðferðir sem hvetja starfsfólk og auka ánægju.

Gildin
Hvernig á að vinna með grunngildi fyrirtækisins þannig að þau hvetji og leiðbeini starfsfólki í gegnum erfiðar ákvarðanir.


Árangursmælikerfi
Búa til árangursmælikerfi sem taka á öllum víddum stefnumörkunar á sama tíma og þau taka tillit til takmarkaðs tíma og athygli stjórnanda.


Starfsmat
Aðlaga og samræma mismunandi störf og starfsemi að stefnu. Kynntar aðferðir til að gera próf á kröfum og stuðningi við tiltekin störf.

Nýsköpun
Innleiða hugsun sem ýtir undir nýsköpun og hvernig má aðlaga sig að breytingum á sama tíma og viðhaldið er skýrum fókus og nauðsynlegu eftirliti.

Sameiginleg meðvitund
Móta sameiginlega meðvitund um áskoranir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir og hanna kerfi sem meta og draga úr áhættu.


Námskeiðið nær yfir fimm skipti.

Kennsluaðferðir:

Kennsluaðferðir byggja m.a. á verklegum æfingum og vinnustofum, einstaklingsþjálfun og fræðslu. Þátttakendur læra aðferðafræði sem byggir á áralangri reynslu, eigin rannsóknum og annarra við innleiðinguna.

Skipulag

Námskeiðið nær yfir fimm skipti.
Kennsla fer fram kl. 13:00 - 17:00 eftirfarandi daga:

 • Fimmtudaginn 24. mars 2022
 • Fimmtudaginn 31. mars 2022
 • Fimmtudaginn 7. apríl 2022
 • Þriðjudaginn 26. apríl
 • Þriðjudaginn 3. maí 2022

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Þetta námskeið mun vera haldið sem staðarnám.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Stofnandi Manifesto, leiðtogaþjálfun og ráðgjöf

Kristján Reykjalín Vigfússon

Háskólakennari, við Viðskiptadeild HR - sérfræðingur í stefnumótun og samningatækni