Stjórnun|Stutt námskeið

Árangursrík innri samskiptastefna

Hvernig er hægt að ná fram betri árangri og meiri skilvirkni með bættu upplýsingaflæði?

 • Næsta námskeið

  29. mars 2022
  kl. 13.00 - 17.00.

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst. (1x4)

 • Verð

  48.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Námskeiðið fjallar um hvernig megi greina þarfir og væntingar til samskipta og upplýsingaflæðis, hvernig skilgreina megi áherslur og forgangsröðun í samskiptastefnu og hvernig við byggjum upp leiðir og kerfi til að koma á virkum samskiptaleiðum innan fyrirtækisins.

Þá er fjallað um hvernig árangursrík samskiptastefna getur dregið úr ágreiningi og komið í veg fyrir árekstra og misklíð á vinnustað. Ennfremur er farið yfir mat á árangri samskiptastefnu og hvernig stuðla megi að stöðugum úrbótum.

Ávinningur

 • Þekking á uppbyggingu og lykilþáttum árangursríkrar samskiptastefnu
 • Aukin þekking á þörfum fyrir upplýsingar og væntingum starfsfólks til upplýsingagjafar
 • Aukin færni í að setja saman árangursríka samskiptastefnu
 • Aukin færni í að setja upp skilvirkar samskiptaleiðir innan fyrirtækis

Vilja meiri og betri upplýsingar

Eitt af helstu umkvörtunarefnum starfsfólks er skortur á upplýsingum. Slíkar umkvartanir ber að taka alvarlega því slíkt er vísbending um að starfsfólkið hafi ekki allt sem til þarf til að ná árangri í starfi, sem aftur leiðir af sér sóun og óskilvirkni.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Þriðjudaginn 29. mars 2022 frá kl. 13.00-17.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta