Stjórnun|Stutt námskeið

Innleiðing árangursríkrar innri samskiptastefnu

Námskeiðið fjallar um hvernig auka megi árangur og skilvirkni með því að bæta samskipti og upplýsingaflæði. Farið verður yfir hvernig greina megi þarfir og væntingar til samskipta og upplýsingaflæðis, hvernig skilgreina megi áherslur og forgangsröðun í samskiptastefnu og hvernig við byggjum upp leiðir og kerfi til að koma á virkum samskiptaleiðum innan fyrirtækisins.

 • Næsta námskeið

  30. janúar 2020
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  4 klst.

 • Verð

  46.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Eitt af helstu umkvörtunarefnum starfsfólks er skortur á upplýsingum. Slíkar umkvartanir ber að taka alvarlega því slíkt er vísbending um að starfsfólkið hafi ekki allt sem til þarf til að ná árangri í starfi, sem aftur leiðir af sér sóun og óskilvirkni.

Á þessu námskeiði verður fjallað um hvernig auka megi árangur og skilvirkni með því að bæta samskipti og upplýsingaflæði. Farið verður yfir hvernig greina megi þarfir og væntingar til samskipta og upplýsingaflæðis, hvernig skilgreina megi áherslur og forgangsröðun í samskiptastefnu og hvernig við byggjum upp leiðir og kerfi til að koma á virkum samskiptaleiðum innan fyrirtækisins. Þá verður fjallað hvernig árangursrík samskiptastefna getur dregið úr ágreiningi og komið í veg fyrir árekstra og misklíð á vinnustað. Ennfremur verður farið yfir mat á árangri samskiptastefnu og hvernig stuðla megi að stöðugum úrbótum.

Ávinningur

 • Þekking á uppbyggingu og lykilþáttum árangursríkrar samskiptastefnu
 • Aukin þekking á þörfum fyrir upplýsingar og væntingum starfsfólks til upplýsingagjafar
 • Aukin færni í að setja saman árangursríka samskiptastefnu
 • Aukin færni í að setja upp skilvirkar samskiptaleiðir innan fyrirtækis

 

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 30. janúar 2020 frá kl. 13.00-17.00.

    Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
    að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta