Stjórnun|Stutt námskeið

Húmor virkar - í alvöru

Námskeið um hvernig húmor eykur skilvirkni og árangur.

 • Næsta námskeið

  3. maí 2021

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4)

 • Verð

  55.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Eitt mest rannsakaða fyrirbærið í atvinnulífinu í dag er húmor og niðurstöður eru allar á einn veg: Húmor virkar! 

Húmor er það sem gerir okkur að manneskjum, sameinar fólk og léttir okkur augljóslega lífið.
Það sem meira er þá eykur húmor einnig skilvirkni og skilar árangri í starfi. Ekki bara virkar þetta hjá stjórnendum, sem þjálfa sig markvisst í að nýta húmor heldur öllu starfsfólki. Við lærum af hverju húmor er hreinlega nauðsynlegur í okkar hraða og oft krefjandi samfélagi. Við lærum einnig að húmor er svo miklu meira en bara misgóður brandari og allir geta tileinkað sér húmor í leik og starfi og náð betri árangri. 

Svo kemur í ljós að það er ekki bara Amma sem segir að "hláturinn lengi lífið" heldur sýna og sanna niðurstöður rannsókna það einnig. Bókstaflega. Sko Ömmu!  

Humor-virkar-i-RUV

Hér er hlekkur þar sem hlusta má á viðtal og umfjöllum um námskeiðið í morgunútvarpi RÚV:
Húmor virkar - í alvöru

Hér er annar hlekkur með viðtali við Svein námskeiðið á K100:
Húmor virkar - í alvöru

Fjallað er um af hverju húmor virkar út frá lífeðlisfræðilegu sjónarhorni og hvað húmor er mikilvægur í okkar krefjandi samfélagi.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig húmor:

 • Fær fólk til að hlusta
 • Eykur skilning
 • Hjálpar okkur að læra
 • Byggir traust
 • Losar um spennu
 • Sameinar fólk
 • Eykur skilvirkni
 • Virkjar fólk í starfi.
 • Eykur þol á streitu

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Hafa öðlast góða innsýn í fjölmarga kosti Húmors
 • Fá í hendur hugmyndir hvernig nýta má Húmor í meira mæli.
 • Fá mynd af því hvernig Húmor getur virkað í okkar starfi.
 • Hafa lengt lífið umtalsvert með hlátri. 

Þátttakendur fá einnig hagnýt tæki til að koma húmor inn í sitt líf í meira mæli en áður. 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja auðga líf sitt og starf með meiri Húmor og ná þannig meiri árangri á skemmtilegan hátt. Þeir sem telja sig „Húmorslausa“ eru sérstaklega velkomnir.
Það er takmarkaður fjöldi sem kemst á námskeiðið. 

Skipulag

Kennslan er staðarnám og fer fram:

 • Mánudaginn 3. maí kl 12:30-16:30
 • Miðvikudaginn 12. maí kl 12:30-16:30

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðinu.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Sveinn Waage

Markaðsstjóri og sérfræðingur í samskiptum

Bjarni Karlsson

Prestur og PhD

Kristín Sigurðardóttir

Slysa- og bráðalæknir