Stjórnun|Stutt námskeið

Hagnýting jákvæðrar sálfræði

Ásamt því að læra um grunnkenningar jákvæðrar sálfræði fá þátttakendur þekkingu á því hvernig má nýta þessa vísindalegu nálgun inni á vinnustöðum.

 • Næsta námskeið

  1. mars 2021
  kl. 9.00 - 12.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst (4x3)

 • Verð

  87.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Jákvæð sálfræði (e. positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir á styrkleikum og jákvæðum eiginleikum einstaklinga, hópa og þjóða eins og þrautseigju, vellíðan og hamingju.

Við þróun og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði er einblínt á styrkleika einstaklinga og skoðað hvað einkennir þá sem eru jákvæðir, sáttir og sælir með lífið og tilveruna.

Dæmi um verkfæri sem verða prófuð af þátttakendum:

 • Styrkleikar (e. VIA character strength)
 • Þrautseigja (e. I Resilience)
 • Mæling á jákvæðum tilfinningum (e. Positivity ratio)

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

 • Vita hvað jákvæð sálfræði er og þekkja mismunandi leiðir til hagnýtingar hennar.
 • Þekkja styrkleikanálgun og hafa öðlast hæfni til að beita henni í starfi
 • Skilja hvað þrautseigjuþjálfun er og vera með verkfæri til að vinna að eigin þrautseigju sem og þrautseigju annarra.

Skipulag

Námskeiðið fer fram frá kl. 9.00 - 12.00 eftirfarandi daga:

 • Mánudaginn 1. mars 2021
 • Mánudaginn 8. mars 2021
 • Mánudaginn 15. mars 2021
 • Mánudaginn 22. mars 2021

Hagnýtar upplýsingar 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Guðrún Snorradóttir

Stjórnunarráðgjafi og PCC stjórnendamarkþjálfi