Rekstur|Stutt námskeið

Hagnýt verkefnastjórnun

 • Næsta námskeið

  2. og 3. júní 2020 - SUMARNÁMSKEIÐ
  kl. 13.00 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst

 • Verð

  3.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallatatriði verkefnastjórnunar í nútíma fyrirtækjum. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þ.e.; verkefnaumhverfið, hefðbundna verkefnastjórnun og Agile verkefnastjórnun.

Verkefnaumhverfið

Þessi hluti fjallar um það skipulag sem gildir um verkefni s.s. verkefnastjórnsýslu (governance), verkefnasöfn (portfolios) og verkefnastofna (programs).

Hefðbundin verkefnastjórnun

Þessi hluti fjallar um afmörkun, markmiðasetingu, áætlunargerð, framvindueftirlit og verkefnalúkingu.

Agile verkefnastjórnun

Þessi hluti fjallar um nýjustu straumana í verkefnastjórnun þar sem lögð er áhersla á samskipti, leiðtogafærni, sveigjanleiki og skapandi breytingar.

Meðal þess efnis sem verður kennt:

 • Yfirsýn yfir fagsviðið verkefnastjórnun
 • Afmörkun verkefna
 • Markmiðasetning verkefna
 • Áætlunargerð í verkefnum m.t.t. tímalínu og kostnaðarlínu
 • Áhættumat í verkefnum
 • Framvindueftirlit í verkefnum
 • Skýrslugerð í verkefnum
 • Ítruð áætlunargerð borið saman við línulega áætlunargerð
 • Þjónandi forysta í verkefnum
 • Matsaðferðir í verkefnum
 • Notkun sýnilegrar stjórnunar (Visual Management)

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem þurfa á grundvallarþekkingu að halda til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd tímabundnum, magnbundnum og tölusettum markmiðum.

Skipulag náms

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR á eftirfarandi tímum:

 • Þriðjudaginn 2. júní frá kl. 13.00-16.00
 • Miðvikudaginn 3. júni frá kl. 13.00-16.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur