Rekstur|Stutt námskeið

Hagnýt opinber innkaup

Hagnýt og fræðileg umfjöllun um innkaup sveitarfélaga og annarra opinberra aðila á vöru og þjónustu með áherslu á þarfir og kröfur innkaupaaðila

 • Næsta námskeið

  2. október 2020
  kl. 10.00 - 16.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst

 • Verð

  50.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Umfjöllun um lög um opinber innkaup falla utan námskeiðsins nema til þess að rökstyðja og ramma inn umfjöllunarefni- og nýta regluverkið til fulls. Námskeiðið tekur eingöngu til innkaupa á vöru og þjónustu, þ.e. ekki til innkaupa á framkvæmdum og mannvirkjagerð.

Efnisþættir sem verður farið yfir:

 • Grundvallarreglur og hugmyndafræði opinberra innkaupa
 • Munur á innkaupum einkaaðila og opinberra.
 • Undirbúningur innkaupa, markmið og skipulag
 • Hagnýt dæmi um innkaupaferla
 • Samskipti kaupenda og seljenda við undirbúning og framkvæmd opinberra innkaupa
 • Stjórnun samnings í kjölfar innkaupa
 • Matsatferðir og matslíkön – það sem (ekki) má
 • Hvernig kaupum við inn?
 • Árangursrík útboð

Í lok námskeiðs er stefnt að því að þátttakendur:

 

 • Hafi staðgóða þekkingu á grundvallaratriðum opinberra innkaupa
 • Geti greint, skipulagt og stjórnað smærri og stærri innkaupaverkefnum
 • Þekki svigrúm og getu regluverksins til þess að styðja við hagnýt innkaup
 • Hafi innsýn í samskipti við hagsmunaaðila í innkaupaferlinu

 

Fyrir hverja er námskeiðið 

Starfsfólk sem ákveður, skipuleggur, og/eða hefur yfirumsjón með jafnt einföldum sem flóknum innkaupaverkefnum hjá sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum, til skamms eða lengri tíma. Námskeiðið höfðar einkum til innkaupafólks og stjórnenda sveitarféla sem hafa áhuga á hagstæðum innkaupum.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Föstudaginn 2. október frá kl. 10.00 -16.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Guðmundur Hannesson

Rekstrarhagfræðingur