Tækni|Stutt námskeið

Google Suite

Stafræn umbreyting á vinnustöðum

 • Næsta námskeið

  29. og 30. október 2020

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  12 klst.

 • Verð

  79.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta sér G Suite frá Google til rekstrar minni til meðalstórra fyrirtækja. Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur skipulagt vinnustað með G Suite þannig að starfsemin, sala og þjónusta eigi sér stað innan G Suite. Markmiðið er að þátttakendur geti byrjað að nýta sér G Suite til að styðja við stafræna vinnustaðinn – eða geti komist að þeirri niðurstöðu að G Suite umhverfið henti þeim ekki. Það er nefnilega mikilvægt að geta tekið upplýstar ákvarðanir þegar tæknilega umhverfið er valið.

Meðal annars verður farið ítarlega í

 • Google Drive
 • Google viðbætur
 • Google Docs/Slides
 • Google Forms
 • Google Sites
 • Google Admin
 • Gmail
 • Google Hangouts Meet

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að

-        Geta skipulagt gögn og samskipti í Google-umhverfinu
-        Geta rekið eigin „upplýsingatæknideild“ í Google-umhverfinu
-        Geta leyst allar daglegar þarfir fyrir skipulag og samskipti í Google-umhverfinu

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta séð um sig sjálfir án vandamála í öruggu umhverfi Google. Mörg minni og meðalstór fyrirtæki, einstaklingar og tekstur þeirra reiða sig á sjálfstæði í upplýsingatækni.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. október 2020, frá kl. 9:00-15:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri Flow nýsköpunarfyrirtækis

Bergmann Guðmundsson

Verkefnastjóri