Viðskipti|Stutt námskeið

Gæðasala

Virðissala á mannlegu nótunum

Vinnustofa þar sem þátttakendur takast á við hagnýtar æfingar í sölutækni – og fá endurgjöf.

 • Næsta námskeið

  21. mars 2019
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (2x4)

 • Verð

  59.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Við erum öll neytendur í margþættum skilningi mörgum sinnum á dag. Ofgnótt er af möguleikum og tækifærum og oft erfitt að ná til mögulegra viðskiptavina. Hæfni í sölutækni nýtist okkur því bæði sem neytandi og seljandi ekki síst til að byggja upp langtíma viðskiptasamband og viðhalda því.

Gæðasala verður svo vel sé að fela í sér einlægan áhuga á þörfum hins aðilans. Færni lærist ekki af fyrirlestrum, heldur með æfingu og heiðarlegri endurgjöf í afslöppuðu og opnu umhverfi. Á þessari vinnustofu eru lagðar fyrir æfingar í sölutækni og þátttakendur fá endurgjöf.

Meðal þess sem er kennt á námskeiðinu:

 • að vekja áhuga viðskiptavina
 • að greina og skilja hvað drífur viðskiptavini okkar áfram
 • að skilja og stýra væntingum viðskiptavinarins
 • að efla traust í viðskiptasambandinu
 • að vera hjálpin og jafnvel bjargvætturinn
 • að sjá möguleg andmæli fyrir og vera jafnvel búin að taka á þeim fyrirfram
 • að vera framúrskarandi leikinn í samskiptum
 • að selja meira magn og meiri gæði með hag allra að leiðarljósi

Gæðasala í nútíma samfélagi

Í hraða viðskiptalífsins er þrengri og þrengri gluggi til að ná í gegn til viðskiptavina okkar. Það er því afar mikilvægt að ná í gegn og skera sig úr fjöldanum. Með því að nota aðra nálgun og skapa þetta auka virði hjá viðskiptavinum er hægt að skara fram úr. 

Kennslan

Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem þátttakendur standa frammi fyrir í daglegum störfum.
Það þarf oft ekki mikið til að auka sölu um 10% sem dæmi og ættu þátttakendur auðveldlega að geta aukið sölu langt umfram kostnað við þjálfun á sama tíma og þjálfunin á sér stað.

Skipulag

Námskeiðið er kennt eftirfarandi daga:

 • Fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 13.00 -17.00.

 • Þriðjudaginn 26. mars 2019, kl.  13.00 -17.00.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Ragnheiður Aradóttir

MSc í mannauðsstjórnun og PCC stjórnendamarkþjálfi