Markaðsmál|Stutt námskeið

Framtíð smásölu: hvaða lærdóm má draga af Amazon og Google?

Námskeið um notkun nýjustu tækni og aðferðafræði í smásölu í dag og í nánustu framtíð.

 • Næsta námskeið

  1. mars 2019
  kl. 9:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  61.000 kr.

Verkefna­stjóri

Halla Haraldsdóttir

hallah@ru.is

599 6325

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er fjallað bæði um smásölu á netinu og í verslununum sjálfum. Til dæmis er farið yfir marg-miðla kauphegðun, það er, þegar neytendur hoppa á milli mismunandi miðla í kaupferlinu, umbreytingarhlutföll (e. conversion rate), nýjustu mælingar á neytendahegðun, samþættingu og tilraunir og tækifæri í markaðssamskiptum.

Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi öðlast skilning á því hvernig stafræn markaðssetning fer fram í hefðbundinni smásölu og hvernig verslun er að breytast.
 • Geti metið tækifæri og áhættu samfara breytingum í nútíma markaðssetningu á gagnrýninn hátt.
 • Hafi skilning á mikilvægi og jafnframt þeim áskorunum sem tengjast samþættum mælingum á marg-miðla kauphegðun með notkun vefgreininga, neytendakerfa verslana og annarra gagna.

Framtíð smásölu

Mörg fyrirtæki ná framúrskarandi árangri með því að þekkja neytendur sína betur en samkeppnisaðilarnir. Þau nota  neytendakerfi og sinna neytendum sínum með stafrænum skjáum og öðrum miðlum inni í verslunum. Geta smásalar þekkt neytendur betur en þeir þekkja sig sjálfir?

Kennsla

Nokkur áhersla er lögð á greiningu og framsetningu gagna á námskeiðinu.

Skipulag námskeiðs

Þetta námskeið er hluti af námslínunni Stafræn markaðssetning og viðskipti á netinu.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja dýpka skilning sinn á nútíma markaðssetningu hvort sem þátttakendur starfa í smásölu eða ekki.

Hagnýtar upplýsingar

Mælt er með að þátttakendur taki með sér tölvu á námskeiðið þar sem allt námsefni er rafrænt.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Dr. Valdimar Sigurðsson

Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD