Stjórnun|Stutt námskeið

Áhrifarík framkoma og kynningar

Góð samskipti eru lykill að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. 

 • Næsta námskeið

  30. júní og 1. júlí 2020 - SUMARNÁMSKEIÐ - UPPSELT
  Kl. 9:00 til 13:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst.

 • Verð

  3.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði öðlast þátttakendur reynslu og færni í að miðla þekkingu sinni, hugmyndum og sjónarmiðum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt.

Þátttakendur eru þjálfaðir í að gera á skilmerkilegan hátt grein fyrir máli sínu, tala af öryggi fyrir framan hóp fólks, leggja áherslur á aðalatriði og auka þar með áhrifamátt sinn og útgeislun. Með æfingu og endurgjöf leiðbeinanda er unnið markvisst að því að fá þátttakendur til að blómstra sem málssvara sinna verkefna og hópa.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta, í fyrri hluta námskeiðsins læra þátttakendur grunnfærni í ræðumennsku. Áhersla er lögð á raddbeitingu, líkamsstöðu og framsögn. Í seinni hlutanum fá þátttakendur þjálfun í að flytja sinn eigin fyrirlestur eða ræðu. 


Ávinningur:

 • Aukið öryggi og færni í framkomu
 • Betri raddbeiting, öndun og líkamsbeiting
 • Þekking á eigin ræðustíl og styrkleikum
 • Áhrifameiri og skemmtilegri framkoma
 • Minni kvíði og aukin útgeislun

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja styrkja sig í samskiptum og tjáningu og öðlast aukið öryggi og færni í framkomu.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR á eftirfarandi tímum:

 • Þriðjudaginn 30. júní 2020, frá kl. 9:00-13:00.
 • Miðvikudaginn 1. júlí 2020, frá kl. 9:00-13:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur 

Leiðbeinendur

María Ellingsen

Leikkona, leikstjóri og ráðgjafi