Stjórnun|Stutt námskeið

Forysta á grunni trausts

Þessi FranklinCovey vinnustofa veitir þátttakendum hugarfar, færni og verkfæri sem efla með mælanlegum hætti getu þeirra til að ná árangri á máta sem vekur traust.

 • Næsta námskeið

  26. mars 2020
  kl. 9.00-17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst

 • Verð

  80.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Traust er fjárhagslegur drifkraftur sem hefur ávallt áhrif á tvo mælanlega þætti: hraða og kostnað.
Vatn er það efni sem viðheldur öllu lífi á þessari plánetu. Þegar það er til staðar blómstrar allt og vex. Þegar það er ekki til staðar visnar allt og deyr. Það sama á við um traust. Þar sem skortir traust veikjast sambönd, verkefni mistakast, viðskiptavinir
flýja til keppinauta, framtak verður til lítils og fólk missir móðinn.
Líkt og gára í tjörn þá hefst traust með þér. Þessi gagnvirka vinnustofa mun hjálpa leiðtogum að auka persónulegan trúverðugleika, beita tilteknum aðgerðum sem efla traust og læra að virkja og hvetja starfsfólk.

Leiðtogar ná árangri – með hætti sem vekur traust

Í stað þess að kenna fólki einungis grunnreglur, snýst vinnustofan Virði trausts (Leading at the Speed of Trust 3.0) um að innleiða nýtt tungutak og nýja hegðun í samhengi raunverulegrar vinnu.

Þessi öflugi rammi gerir stjórnendum kleift að efla til muna persónulegan trúverðugleika sinn, virkja starfsfólk á algjörlega nýjan hátt og auka einbeitingu sína og ábyrgð á árangri.

Á vinnustofunni mun þátttakendur læra eftirfarandi:

 • Virði trausts - skilgreina áhrif af auknu trausti
 • Sjálfs traust - Efla eigin trúverðugleika
 • Sambands traust - Hvetja til aukins trausts með áhrifaríkri hegðun og framkomu
 • Vinnustaða traust - Samhæfa teymi, tákn, kerfi og ferli á grunni trausts sem gildi 
 • Markaðs traust - Efla mannorð teyma og vinnustaða
 • Samfélags traust - Hafa jákvæð áhrif á samfélagið með varanlegu framlagi

Skipulag

Kennsla fer fram 

 • Fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 9.00 - 17.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA