Tækni|Stutt námskeið

Grunnatriði forritunar - Python

Lærðu að skrifa algrím til að leysa einföld vandamál.

 • Næsta námskeið

  Haust 2019

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  18 klst. (3 x 6)

 • Verð

  kr. 129.000

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Grunnatriði og gagnavinnsla

Á þessu námskeiði eru kennd grunnatriði forritunar í foritunarmálinu Python. Lögð verður áhersla á að útskýra þann þankagang sem nauðsynlegur er til að tileinka sér forritun (óháð forritunarmáli).

Auk þess að kenna grunnatriði forritunar þá verður einnig farið yfirr ýmiskonar gagnavinnslu í Python, t.d. vinnsla með listum, textaskrám og gagnasöfnum.

Að námskeiðinu loknu ættu nemendur að:

 • Hafa náð lágmarksfærni í þankagangi við forritun og geta skrifað algrím (leiðbeiningar) til að leysa einföld vandamál.
 • Geta þekkt virkni og skrifað einföld Python forrit, sem notast við breytur, tög, segðir, gildisveitingar, inntak/úttak, stýriskipanir, föll, lista og færslur.
 • Geta hannað og þróað forrit fyrir einföld vandamál sem lýst er á almennan hátt.

Mikilvægi forritunarkunnáttu

Forritun er í auknum mæli að verða mikilvægur þáttur í margskonar störfum. Það getur t.d. falist mikil hagræðing í því að nýta forritun til að sjálfvirknivæða, að hluta eða öllu leyti, ýmiskonar gagnavinnslu þar sem reglulega þarf að umbreyta gögnum og/eða vinna tölulegar samantektir.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra grunnatriði í forritun. Ekki er gert ráð fyrir því að nemendur hafi fyrri reynslu af forritun.

Skipulag

Námskeiðið er kennt eftirfarandi daga:

 • Miðvikudaginn 13. febrúar 2019  kl. 9-15.
 • Miðvikudaginn 20. febrúar 2019  kl. 9-15.
 • Miðvikudaginn 27. febrúar 2019  kl. 9-15.


Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Yngvi Björnsson

Prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) og meðstjórnandi Gervigreindarseturs HR