Stjórnun|Stutt námskeið

Flæði - falinn kraftur árangurs og skilvirkni. Fjarkennsla

 • Næsta námskeið

  19. febrúar 2021
  8.30-12.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  3,5 klst (1x3,5)

 • Verð

  32.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Við erum einstaklingar og því ólík og það tekur mörgum sinnum lengri tíma að gera hlutina þegar maður er ekki „í stuði“. Í vinnunni erum við gjarnan undir þrýstingi sem getur leitt til streitu sem mögulega dregur úr afköstum eða gæðum vinnunnar. Það hefur svo aftur bein áhrif á að við áorkum miklu minna í frítíma okkar sem þá minnkar lífsfyllingu. Við þekkjum pytt frestunaráráttunnar þegar við komumst ekki í gang og við þekkjum einnig vellíðunartilfinninguna í kjölfar góðra afkasta og vel unnins verks.

Á þeim umbreytingatímum sem við lifum nú er fyrir marga enn meiri áskorun að skilja á milli vinnu og einkalífs þar sem vinnan er í mörgum tilfellum komin heim að hluta, en á sama tíma er mögulega komin meiri sveigjanleiki varðandi hvenær við vinnum hvað.

Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ - þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Taktu venjubundið verk og sjáðu hvernig þú getur gert það betur, hraðar og unnið það enn skilvirkara. Í stuttu máli, lærðu falinn kraft algjörrar helgunar, sálfræðilegt ástand sem kallað er FLÆÐI samkvæmt rannsóknum og kenningum sálfræðingsins og rithöfundarins Mihaly Csikszentmihalyi. Við skoðum helstu orkugjafa og einnig það sem stelur frá okkur orku. Tilfinningaleg orka snýr að vellíðan og hæfni okkar til að stjórna tilfinningum í krefjandi aðstæðum. Hugræn orka snýst um hæfni til að stjórna streitu – það að komast í flæðiástand. Rannsóknir sýna að með því að tileinka sér þessa aðferð þá hefur það mikil áhrif á árangur, hugmyndaauðgi, persónulegan vöxt, líkamlega og andlega heilsu og líðan þess sem notar hana.

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Hafa innsýn í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í samhengi við stjórnun vinnuálags.
 • Skilja útá hvað flæðiástand gengur.
 • Kunna aðferðir til að komast í flæðiástand.
 • Kunna betur á orkuna sína og stjórna vinnuálagi bæði í fjarvinnu og staðvinnu.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast færni í að skilja betur orkuna sína og stýra betur álagi til að vinna verkefnin betur og hraðar.

Skipulag

Kennsla fer fram:

 • Föstudaginn 19. febrúar 2021, frá kl. 8.30-12.00.

Námskeiðið er kennt í fjarkennslu í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Ragnheiður Aradóttir

MSc í mannauðsstjórnun, PCC stjórnendamarkþjálfi og dip.master í jákvæðri sálfræði