Stjórnun|Stutt námskeið

Design Sprint vinnustofa með Jake Knapp

Design Sprint er vel skipulagt 5 daga ferli sem notað er til að leysa vandamál og prófa nýjar vörur, hygmyndir eða þjónustu.  

Jake Knapp hannaði aðferðina hjá Google og þróaði hana svo í samvinnu við 150 nýsköpunarfyrirtæki hjá Google Ventures. Design Sprint – eða sprettir – nýtast teymum til að leysa viðamikil vandamál og prófana á frumgerðum á einni viku.   

 • Næsta námskeið

  4. april 2019
  Kl. 9:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst

 • Verð

  Snemmskráning til 1. mars, verð: 155.000 ISK. Eftir 1. mars, verð: 170.000 ISK

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is

599 6341

Um vinnustofuna

Jake kennir undirstöðuatriði aðferðarinnar, fer með þátttakendum í gegnum ferlið og fjallar um það hvernig mismunandi þættir þess vinna saman og af hverju.

Kennsluaðferðir 

Kennslan fer fram á ensku og er skemmtileg og hröð þar sem þátttakendur taka virkan þátt í vinnustofunni.

Meðal þess sem kennt er á vinnustofunni:

 • Hvernig þátttakendur leiða teymi í gegnum spretti með sjálfsöryggi
 • Hvernig má kortleggja áskoranir og velja mikilvægasta byrjunarreitinn
 • Að setja fram mikilvægar spurningar varðandi viðskipti og vöruþróun sem svara þarf í sprettinum
 • Hvernig þátttakendur geta sett fram lausnir með sjálfsöryggi, jafnvel þó þeir séu ekki hönnuðir
 • Velja réttu aðferðina til prófana

Fyrir hverja

Vinnustofan er tilvalin fyrir:  

 • stofnendur og stjórnendur fyrirtækja
 • liðsstjóra
 • verkefnastjóra
 • markaðsstjóra
 • hönnuði
 • verkfræðinga 
 • hvern þann sem vill hafa áhrif á lykilverkefni.

Aðferðina er hægt að nota við þróun, hugbúnaðar, vélabúnað, þjónustu, markaðsmál o.fl.

Um Design Sprint

Hönnunarspretturinn er vel skipulagt ferli sem tekur fimm daga og er notað til að finna lausnir við vandamálum og til prófana á nýjum vörum, hugmyndum og þjónustu. Jake hannaði aðferðina hjá Google og þróaði hana svo í samstarfi við meira en 150 nýsköpunarfyrirtæki hjá Google Ventures. Hönnunarsprettur nýtist við lausn viðamikilla vandamála og prófana á frumgerðum á einni viku. 

Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa notað Sprint aðferðina eru Facebook, Apple, Amazon, Airbnb, Uber, IDEO og LEGO. Aðferðin hefur einnig verið notuð af stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Evrópsku geimferðastofnunarinnar, félög sem ekki eru rekin til hagnaðar (NGO´s), stjórnvöldum og söfnum. 

Metsölubókin Sprint – how to solve big problems and test new ideas in just five days, hefur verið þýdd á 22 tungumál. 

jakeknapp.com

The Design Sprint book

Skipulag

Námskeiðið fer fram: 

 • Fimmtudaginn 4. apríl 2019, kl 9:00 - 17:00

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Jake Knapp

Author of Sprint - How to solve big problems and test new ideas in just five days