Stjórnun|Stutt námskeið

Design Sprint vinnustofa

Hvernig upplifa notendur vöru eða þjónustu og hvernig er hægt að taka ákvörðun um framhaldið?

 • Næsta námskeið

  14. nóvember 2019
  Kl. 9:00 - 16:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst

 • Verð

  53.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um vinnustofuna

Í þessari vinnustofu er farið skref fyrir skref í gegnum Design Sprint-aðferðina. Design Sprint er vel skipulagt fimm daga ferli sem notað er til að prófa hugmyndir að nýjum vörum eða þjónustu.

Um Design Sprint 

Aðferðin hefur oftast verið notuð við hönnun hugbúnaðar en nýtist nýtist teymum til að skoða lausn á viðamikilum vandamálum og til prófana á frumgerð með fimm notendum á einni viku.

Jake Knapp hannaði aðferðina hjá Google og þróaði hana svo í samvinnu við 150 nýsköpunarfyrirtæki hjá Google Ventures.

Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á vinnustofu í Design Sprint í Opna háskólanum í HR en fyrra námskeiðið var í apríl 2019. Þá stýrði höfundurinn, Jake Knapp, vinnustofunni.

Fyrir hverja er vinnustofan?

Þessi vinnustofa er tilvalin fyrir þá sem hafa hug á, eða eru, að taka fyrstu skrefin við að nota aðferðina á sínum vinnustað, hvort sem það er fyrirtæki eða stofnun.

Kennsla

Þátttakendur nota tilbúð dæmi til að vinna með og kynnast þannig ferlinu af eigin raun. 

Skipulag

Námskeiðið er kennt:

 • Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 9-16.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Marta Kristín Lárusdóttir

Dósent í Tölvunarfræðideild HR