Stjórnun|Stutt námskeið

Design Sprint vinnustofa

Design Sprint er vel skipulagt 5 daga ferli sem notað er til að prófa hugmyndir af nýjum vörum eða þjónustu á 5 dögum.

 • Næsta námskeið

  21. nóvember 2019
  Kl. 9:00 - 16:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  7 klst

 • Verð

  53.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Design Sprint er vel skipulagt 5 daga ferli sem notað er til að prófa hugmyndir af nýjum vörumeða þjónustu á 5 dögum. Í lok 5 dags fæst svar við því, hvernig notendur upplifa vöruna eða þjónustuna og hægt að taka ákvörðun um framhaldið.

Á vinnustofunni verður farið skref fyrir skref í gegnum Design Sprint aðferðina. 

Um Design Sprint 

Jake Knapp hannaði aðferðina hjá Google og þróaði hana svo í samvinnu við 150 nýsköpunarfyrirtæki hjá Google Ventures. Aðferðin hefur oftast verið notuð við hönnun hugbúnaðar. Design Sprint nýtist teymum til að skoða lausn á viðamikilum vandamálum og prófana á í formi frumgerðar með 5 notendum á einni viku.

Opni háskólinn í HR flutti inn Jake Knapp í apríl 2019 og bauð upp á vel sótta dags vinnustofu.

Design Sprint

Fyrir hverja 

Tilvalin vinnustofa fyrir þá sem hafa hug á eða eru að taka fyrstu skrefin við að nota aðferðina á sínum vinnustað, fyrirtæki eða stofnun.

Kennsla

Þátttakendur nota tilbúð dæmi til að vinna með yfir daginn til að kynnast ferlinu af eigin raun. 

Skipulag

Námskeiðið er kennt eftirfarandi dag:

 • Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl 9-16

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Marta Kristín Lárusdóttir

Dósent í Tölvunarfræðideild HR