Stjórnun|Stutt námskeið

Breytingastjórnun

Breytingar reyna oft meira á þolrifin en ætla má í fyrstu. Á þessu námskeiði verða kynntir til sögunnar þættir sem tengjast bæði skipulagi og mannlegri hegðun.

 • Næsta námskeið

  10. og 11. júní 2020 - SUMARNÁMSKEIÐ
  kl. 9.00 - 12.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst

 • Verð

  3.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Breytingastjórnun tengist bæði skipulagi og mannlegri hegðun. Í breytingaferli er afar mikilvægt að skýr sýn sé til staðar, að rétt sé staðið að upplýsingagjöf og að áfangar breytinga séu vel skilgreindir.

Á þessu námskeiði læra nemendur að stýra skipulagsheildum og starfsfólki í gegnum ferlið. Lögð er áhersla á væntingastjórnun og viðbrögð við afleiðingum þess óvissuástands sem breytingar hafa gjarnan í för með sér.  

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

 • Kunna skil á helstu þáttum er varða skipulag og mannlega þætti breytingarstjórnunar
 • Hafa öðlast yfirsýn yfir helstu þætti breytingaferlisins og geta skilgreint krítíska þætti
 • Hafa fengið æfingu í því að takast á við helstu áskoranir breytingastjórnunar

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast færni í að stýra breytingum á sem farsælastan hátt.

Skipulag

Námskeiðið fer fram í Opna háskólanum í HR á eftirfarandi tímum:

 • Miðvikudaginn 10. júní frá kl. 9.00-12.00
 • Fimmtudaginn 11. júni frá kl. 9.00-12.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er partur af sumarúrræði stjórnvalda.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta