Persónuleg stefnumótun - með núvitund og markþjálfun
Á þessu námskeiði gefst tækifæri til að líta inn á við, efla persónulega færni og leiðtogahæfileika - þátttakendur öðlast hagnýt verkfæri til að stíga markviss skref að framtíðarmarkmiðum á óvissutímum.
-
Næsta námskeið
4. febrúar 2021
Kl. 13:00 - 16:00 -
Staða
Skráning hafin
-
Lengd
12 klst (4 x 3 klst)
-
Verð
130.000 kr

Verkefnastjóri
Um námskeiðið
Núvitund og markþjálfun eru áhrifarík verkfæri til að fá yfirsýn, virkja innri hvata og setja sér markmið. Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í núvitund og læra að nýta innri visku og skapandi hugsun á markvissan hátt. Unnið verður að stefnumótun, markmiðin kortlögð og hagnýt skref tekin til að ná þeim fram. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar, samtal, framkvæmd og eftirfylgni.
Námskeiðið byggir m.a. á núvitundarnálgun (Mindful Leadership) sem þróuð var hjá Google-fyrirtækinu og kallast „Finndu svörin innra með þér“ (Search Inside Yourself) sem Ásdís hefur sérhæft sig í. Einnig er byggt á verkfærum markþjálfunar og tímastjórnunar sem Þóra Valný er sérfræðingur í.
Meðal þess sem er kennt:
- Núvitund – athyglisþjálfun (Brain Training)
- Afstaða og hugarfar (The Mindset)
- Tímaþjófar og tímastjórnun
- Markviss þjálfun í núvitund gegn streitu (MBSR)
- Ímyndarsköpun (Visualization)
- Velja sér mikilvæg markmið
- Gildavinna – fyrir hvað vil ég standa?
- Vörður til framtíðar
- Mikilvægi virðis í markmiðasetningu
- Afstaða sáttar - að njóta ferðalagsins
Innifalið í námskeiðsgjaldi er Google handbókin: Núvitund; Finndu svörin innra með þér og aðgangur að núvitundarleiðsögn á hljóðfælum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja setja sér skýra framtíðarstefnu og læra að nýta hugarkraftinn til að takast á við áskoranir. Námskeiðið hentar einnig þeim sem vilja vinna að breytingum til að efla sig í að tækla verkefni í lífi og starfi.
Skipulag
Kennsla fer fram kl. 13:00 - 16:00 fimmtudagana:
- 4. febrúar 2021: Yfirsýn - Að kortleggja stöðuna
- 11. febrúar 2021: Sjálfsskoðun - Merking, gildi og ástríða
- 18. febrúar 2021: Framtíðarstefnumótun - Markmið og aðgerðir
- 25. febrúar 2021: Eftirfylgni - Ástundun og árangur
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Þetta námskeið mun vera haldið sem staðarnám.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.