Stjórnun|Stutt námskeið

Persónuleg stefnumótun með núvitund og markþjálfun

Lærðu að nýta skapandi hugsun á markvissan hátt.

Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill staldra við og líta inn á við og finna ástríðuna, virkja eigið hugarafl og sköpunarkraft, setja sér markmið til framtíðar og efla persónulega færni og leiðtogahæfileika. 

 

 • Næsta námskeið

  vorönn 2022
  Kl. 13:00 - 17:00

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  12 klst (3 x 4 klst)

 • Verð

  97.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Núvitund og markþjálfun eru áhrifarík verkfæri til að auka meðvitund um sjálfan sig og líf sitt, fá yfirsýn, virkja innri hvata og setja sér markmið. Á námskeiðinu fá þátttakendur svigrúm til að finna tilgang sinn og merkingu í lífinu, kortleggja markmiðin og láta draumana rætast.  

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýtar æfingar sem auka sjálfsþekkingu, veita nýja innsýn og persónulega færni. Þátttakendur eiga von á umbreytingu á viðhorfum sínum, sjálfsvirðingu, líðan, samskiptum og árangri.

Námskeiðið byggir m.a. á núvitundarnálgun (Mindful Leadership) sem þróuð var hjá Google-fyrirtækinu og kallast „Finndu svörin innra með þér“ (Search Inside Yourself), sem Ásdís Olsen hefur sérhæft sig í. Einnig er byggt á verkfærum markþjálfunar og tímastjórnunar, sem Þóra Valný hefur sérhæft sig í. 

Viðfangsefni námskeiðsins:

 • Hugleiðsla/athyglisþjálfun (Mindfulness)
 • Tilfinningagreind (Emotional Intelligence)
 • Ímyndarsköpun (Visualization)
 • Hugarfar allsnægta (Abundance)
 • Tímastjórnun
 • Styrkleikagreining
 • Gildavinna
 • Vörður til framtíðar
 • Markmiðasetning skref fyrir skref
 • Afstaða sáttar - að njóta ferðalagsins

Innifalið í námskeiðsgjaldi er Google handbókin: Núvitund; Finndu svörin innra með þér og aðgangur að núvitundarleiðsögn á hljóðskrám.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Þetta er áhrifaríkt námskeið fyrir þá sem vilja líta inn á við, virkja eigin styrk og ástríðuna innra með sér og takast á við nýjar áskoranir.
Þetta námskeið hentar því starfsmönnum, sérfræðingum og stjórnendum sem vilja auka persónulega færni sína og leiðtogahæfileika.

Skipulag

Kennsla fer fram kl. 13:00 - 17:00 fimmtudagana:

 • 14. október 2021: Yfirsýn - Að kortleggja stöðuna
 • 21. október 2021: Sjálfsskoðun - Merking, gildi og ástríða
 • 28. október 2021: Framtíðarstefnumótun - Markmið og aðgerðir. Eftirfylgni - Ástundun og árangur

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Þetta námskeið mun vera haldið sem staðarnám.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Ásdís Olsen

Núvitundarkennari