Viðskipti|Stutt námskeið

Bálkakeðjur - tækifæri og áskoranir

"Blockchain"

Á námskeiðinu verður farið yfir þau tækifæri og áskoranir sem bálkakeðjur og rafmynt bera með sér inn í fjórðu iðnbyltinguna. Sérstaklega verður horft til upprunarakningar fyrir virðiskeðjur eins og til að mynda í sjávarútvegi og í vöruflutningum.

 • Næsta námskeið

  12. febrúar 2020
  kl. 9:00 - 12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  58.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Farið er stuttlega yfir sögu rafmyntar og og bálkakeðja og lögð verða fram dæmi um nýjungar í t.d. greiðslumöguleikum, sjálfvirkum samningum, ferlum og svo upprunarakningu.

Farið verður í undirstöður bálkakeðja og skoðað af hverju hún er að verða hornsteinn í öllum almennum framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, hátæknifyrirtækjum sem og á fjármálamörkuðum.

Notkunarmöguleikar bálkakeðja eru kortlagðir og farið yfir hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér þessa tækni til að sækja fram á markaði.

Bálkakeðjur spila vel inn í breytt viðhorf til gagna sem nú ríkir hvað varðar vinnslu, varðveislu og aðgangsstýringar. Einnig eru sífellt breyttar kröfur í viðskiptaumhverfinu að ýta undir aukna upprunaskráningu.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja geta greint og nýtt tækifæri þessarar nýju tækni ásamt því að gera sér grein fyrir helstu áskorunum hennar.

Leitast verður eftir að hafa námskeiðið skiljanlegt og engin fyrri reynsla af tækninni né þekking á hugtökum er nauðsynleg.

Skipulag

Námskeiðið fer fram frá kl. 9.00-12.00 eftirfarandi daga:

 • Miðvikudaginn 12. febrúar
 • Fimmtudaginn 13. febrúar

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Hlynur Þór Björnsson

Framkvæmdastjóri Bálkar Miðlunar og stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Kristján Ingi Mikaelsson

Framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands