Stjórnun|Stutt námskeið

Átakastjórnun fyrir stjórnendur

Í ágreiningi á vinnustað geta falist tækifæri ef réttri átakastjórnun er beitt.

 • Næsta námskeið

  Væntanlegt

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  6 klst.

 • Verð

  47.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Ágreiningur og átök geta verið eitt það erfiðasta í starfi stjórnanda og er eitthvað sem við viljum helst forðast. En ef við grípum ekki rétt í taumana getur ágreiningur stigmagnast og neikvæðar afleiðingar deilunnar aukast.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað helst veldur ágreiningi og hvernig hann stigmagnast. Þátttakendur læra að þekkja helstu tegundir ágreinings og hvernig er hægt að grípa inn í þegar erfiðar aðstæður koma upp. Sérstaklega er horft á samskiptaþáttinn og hvað hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir ágreiningsmál á fyrri stigum.

Ávinningur nemenda

 • Meira öryggi í að takast á við ágreiningsmál á vinnustað.
 • Skilningur á því hvað veldur ágreiningi og helstu undirliggjandi ástæður hans.
 • Aukin færni í að fyrirbyggja það að ágreiningur stigmagnist.

Um átakastjórnun

Með réttri átakastjórnun má takast á við ágreining á jákvæðan hátt. Hann getur leitt til betri skilnings á aðstæðum, sterkara sambandi milli fólks og jafnvel falið í sér ný tækifæri, ef aðilar kunna að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt.

Fyrir hverja er námskeiðið

Stjórnendur, mannauðsstjóra og alla þá sem stjórna teymi eða teymum. 

Kennsla

Farið er í gegnum verklegar æfingar sem miða að því að auka færni þátttakenda í því að greina undirliggjandi ástæður ágreinings. 

Skipulag

Námskeiðið er væntanlegt.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur