Rekstur|Stutt námskeið

Áhættustýring útlána

Corporate Credit Analysis

 • Næsta námskeið

  3. og 4. júní 2020

 • Staða

  Uppselt

 • Lengd

  16 klst.

 • Verð

  195.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Meginmarkmið þessa tveggja daga námskeiðs er að efla greiningarhæfni þeirra sem starfa við mat á útlánum til fyrirtækja. Þátttakendur læra að beita skipulögðum og hnitmiðuðum vinnubrögðum við mat á lánstrausti fyrirtækja í ýmsum iðn- og þjónustugreinum.

Dæmisögur og æfingar eru nýttar til að draga fram lykilatriðin sem gerir þátttakendum kleift að beita hugtökunum sem notuð eru á námskeiðinu við raunverulegar aðstæður.

Í lok námskeiðs er stefnt að því að þátttakendur geti:

 • Beitt skipulagðri nálgun til að meta lánshæfi.
 • Metið árangur fyrirtækis með eigindlegum og megindlegum aðferðum.
 • Þekkt þá þætti sem helst munu hafa áhrif á frammistöðu fyrirtækisins í framtíðinni og þannig metið líkleg áhrif á lánstraust þess.
 • Notað sjóðstreymisaðferð til að ganga úr skugga um getu fyrirtækisins til að þjónusta/endurfjármagna skuldir sínar eftir þörfum.

Fyrir hverja er námskeiðið

Starfsfólk fjármálafyrirtækja og stofnana sem starfar við áhættumat útlána, eignastýringu, fjárfestingu eða fjárfestatengsl, svo og þá sem framkvæma lánshæfismat. Einnig eftirlitsaðila og/eða þeir sem eru í eftirlitshlutverki og hafa áhuga á að skilja undirliggjandi lánsmat sem þarf í fyrirtækjum, stofnunum eða deildum sem þeir meta.

Skipulag

Vegna samkomubanns verða nýjar dagssetningar ákveðnar síðar.

Kennslan fer fram á ensku. 

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Yuen Wei Chew

Sérfræðingur hjá Fitch Learning í London