Stjórnun|Stutt námskeið

Agile hugarfar - lykillinn að hraðari lærdómi

Viltu hámarka árangur í starfi en jafnframt læra að nýta mistök til góðs?

 • Næsta námskeið

  10. nóvember 2021
  09:00-12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst.

 • Verð

  59.000 kr.

Verkefna­stjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Um námskeiðið

Okkur er tamt að vinna verkefnin okkar eins vel og við getum og hoppa svo yfir í það næsta þegar verkinu er lokið. Afleiðingin er oftar en ekki sú að við tökum ekki eftir árangrinum okkar og nýtum ekki dýrmæta reynslu af mistökum. Hvað ef við myndum temja okkur að staldra oftar við og draga lærdóm jafnóðum? Gæti það margfaldað líkurnar á árangrinum?

Á námskeiðinu læra þátttakendur praktískar aðferðir til að hraða lærdómnum og hvernig nýta megi mistök til góðs. Þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í litlum hópum og eru hvattir til að prófa sig áfram milli kennsludaga.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:

 • Hafi lært aðferðir til að hraða lærdómi, séu búnir að prófa sig áfram og draga lærdóm um hvað virkar í þeirra umhverfi og hvað ekki. 
 • Þátttakendur skilja hvað þarf til að ýta undir hraðari lærdómskúrfu, hvernig þeir koma mistökum fyrr upp á yfirborðið og hvernig þessar aðferðir gagnast til að ná enn meiri og hraðari árangri.
 • Þátttakendur eiga að vera tilbúnir til að prófa sig áfram hvort sem er á  vinnustöðum, í teymum, í deildum, í verkefnum, með fjölskyldunni, í skólanum eða til þess að læra betur á sjálfa sig.     

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja læra aðferðir til að hraða sinni lærdómskúrfu - hvort sem það er í verkefnum, störfum eða í einkalífinu.

Skipulag

Námskeiðið verður kennt í Opna háskólanum kl. 09:00 - 12:00 dagana:

 • 10. nóvember
 • 17. nóvember
 • 24. nóvember

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Kristrún Anna Konráðsdóttir

Teymisþjálfi, markþjálfi & verkefnastjóri