Stjórnun|Stutt námskeið

Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í stjórnun

Að skilja líðan og hegðun starfsmanna eflir stjórnendur í að takast á við krefjandi starfsmannamál og aðrar aðstæður á vinnustaðnum.

 • Næsta námskeið

  26. janúar 2022
  Kl. 9:00 - 16:00

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  7 klst. (1x7)

 • Verð

  58.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Hvernig stjórnandi tekst á við krefjandi aðstæður hefur mikið að gera með hans eigið hugarfar og hegðun.

Góðir stjórnendur eru sveigjanlegir í hugsun og hegðun en það gerir þeim auðveldara fyrir að takast á við krefjandi aðstæður. Þennan eiginleika er hægt að þróa og þjálfa.

Á þessu námskeiði læra nemendur um grunnhugmyndir hugræna atferlismódelsins og hvernig má nýta þær í stjórnun. Skoðað er hvernig þátttakendur hafa áður brugðist við krefjandi aðstæðum í starfi. Farið verður yfir hvernig bera megi kennsl á hugsanir og hegðunarmynstur sem bæta ekki stjórnun og leiðir fundnar til að takast á við aðstæður á markvissari hátt.

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur:

 • Þekki hugræna atferlismódelið
 • Hafi grunnþekkingu til að beita aðferðafræði módelsins í starfi
 • Geti nýtt ýmis verkfæri módelsins við krefjandi aðstæður
 • Hafi grunnskilning á hegðun og líðan starfsmanna sinna
 • Geti sýnt sveigjanleika og útsjónarsemi í starfsmannamálum

Um hugræna atferlismódelið

Aðferðir sem byggjast á hinu hugræna atferlismódeli hafa mikið verið notaðar í meðferð við tilfinningavanda. Aðferðir módelsins eru hins vegar einnig öflugar til að styrkja stjórnendur í starfi. Þær miða meðal annars að því að auka sveigjanleika í hugsun og hegðun. Þegar þeirri færni er náð er hægt að læra að breyta eigin hugsunum og/eða hegðun með það að markmiði að geta tekist á við krefjandi aðstæður í stjórnun á árangursríkan, sveigjanlegan og uppbyggilegan hátt.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja læra nýjar leiðir til að takast á við krefjandi aðstæður í starfsumhverfi á markvissari hátt. 

Skipulag

Námskeiðið er staðarnám. Kennsla fer fram:

 • Miðvikudagur frá kl 9-16

Opni háskólinn í HR fylgir og vinnur eftir reglugerðum um sóttvarnir.

Við erum sveigjanleg og tæknilega undir það búin ef þátttakendur komast ekki á staðinn vegna Covid ástæðna og bjóðum upp á streymi ef svo er.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir

Deildarforseti íþróttafræðideildar HR. PhD

Dr. Linda Bára Lýðsdóttir

Lektor og forstöðumaður MSc náms í klíniskri Sálfræði í HR