Tækni|Stutt námskeið

Að verða stafrænn

Digital transformation

Tækifærið sem liggur í því stafræna er að hægt er að breyta þjónustuframboði og bæta það.

 • Næsta námskeið

  1. október 2019
  Kl. 9:00 til 13:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst.

 • Verð

  kr. 63.000

Verkefna­stjóri

Ingibjörg Sandholt

Fyrirtæki eru undir miklum þrýstingi að veita framúrskarandi stafræna þjónustu. Almennir notendur eru orðnir svo góðu vanir frá þjónustum eins og Amazon eða RSK að þeir vilja nálgast alla hluti á vefnum og margir vilja helst ganga frá sínum viðskiptum þar. Að hugsa vefinn sem bara eitt lag í viðbót ofan á þá þjónustu sem fyrirtækið býður, eru mistök sem mörg fyrirtæki gera.

Að skilgreina þjónustu eða vörur sem stafrænar krefst þó oft nýs hugsunarháttar.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað það þýðir að verða stafrænn og hvaða aðferðir eru notaðar við að skilgreina stafrænar vörur. Það er samt langt frá því að það sé sjálfsagt að fyrirtæki geri slíka eðlisbreytingu yfir nótt og því er að mörgu að huga ef á að leiða fyrirtækið inn í 21. öldina. 

Í lok námskeiðsins er stefnt að því að þátttakendur hafi:

 • Skilning á því í hverju framúrskarandi stafræn þjónusta felst og hvaða áhrif hún hefur á starfsemi þjónustufyrirtækja.
 • Færni til að skilja hvað þarf til og hvað stendur í vegi fyrir að fyrirtæki geti starfað stafrænt.
 • Aðferðir til að hjálpa fyrirtækinu og starfsfólkinu að hugsa og vinna stafrænt og yfirvinna hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir því.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Þetta námskeið er meðal annars fyrir hönnuði, vörustjóra, markaðsstjóra, tæknistjóra, tæknifólk, framkvæmdastjóra og þjónustustjóra.

Skipulag

Námskeiðið fer fram eftirfarandi daga:

·       Þriðjudaginn 1. október 2019 frá kl. 9:00 til 13:00

·       Fimmtudaginn 3. október 2019 frá kl. 9:00 til 13:00

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Magga Dóra Ragnarsdóttir

Stafrænn hönnunarstjóri