Stjórnun|Stutt námskeið

Að taka á erfiðum starfsmannamálum

 • Næsta námskeið

  16. september 2019
  kl. 13.00 - 17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst

 • Verð

  68.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um námskeiðið

Veigamikill þáttur í starfi stjórnandans er að taka á vandamálum og erfiðleikum starfsmannamálum. Slík mál eru viðkvæm og reynast mörgum stjórnendum erfið, þess vegna eru þau gjarnan látin reka á reiðanum og jafnvel þar til í óefni er komið.

Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig nálgast má erfið mál og ýmsar hagnýtar aðferðir og leiðir skoðaðar. Farið verður verður hvenær tímabært er að opna mál og undir hvaða kringumstæðum, hvernig leita má leiða til úrbóta og hvernig beita má eftirfylgni. Þá verða uppsagnaferli og starfslok sérstaklega tekin til skoðunar. Á námskeiðinu verður unnið með raundæmi og hagnýt verkefni.

Ávinningur:

 • Betri skilningur á því hvenær grípa eigi inn í aðstæður
 • Aukið vald á hagnýtum aðferðum við að taka á erfiðum málum
 • Þekking á hvernig finna megi úrlausnir við frammistöðuvanda
 • Aukinn innsýn í uppsagnaferli, aðdraganda og eftirmál

Skipulag 

Kennsla fer fram:

 • Mánudaginn 16. september frá kl. 13:00-17:00
 • Miðvikudaginn 18. september frá kl. 13:00-17:00

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir

Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta