Stjórnun|Stutt námskeið

Að hámarka frammistöðu - vinnustofa

Hvað geta stjórnendur lært af afreksfólki í íþróttum?

 • Næsta námskeið

  28. nóvember 2019

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  1 klst & 4 klst

 • Verð

  45.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Fergus Connolly er mjög vel þekktur innan afreksíþróttaheimsins. Hann hefur verið frammistöðuráðgjafi hjá stærstu hópíþróttaliðum heims svo sem Liverpool, New York Knicks og San Francisco 49ers. Connolly hefur í ráðgjöf sinni tengt saman frammistöðuvísindi og afreksíþróttir og hefur mikla reynslu sem ráðgjafi stjórnenda sem vilja hámarksárangur. Hann er höfundur metsölubókanna 59 Lessons og Game Changer.

Um vinnustofuna

Vinnustofan fjallar um góða frammistöðu, lykilinnsæi, lærdóm og mistök. Hún er haldin í samstarfi við íþróttafræðideild HR. Fergus mun einnig halda opinn fyrirlestur í HR á undan vinnustofunni. 

Meðal þess sem Connolly fjallar um á vinnustofunni:

 • Það sem afreksfólk getur kennt okkur
 • Hvað getum við lært af mistökum og sigrum?
 • Hvernig ná lið að halda góðum árangri? Hvernig hefur umhverfið og menningin áhrif á liðsheildina?
 • Hvað er velgengni? Af hverju gengur sumum vel en sumum illa?
 • Hvernig verður samspil tækninnar og fólks í framtíðinni og hvernig nýtum við möguleikana?
 • Hvernig verndum við það verðmætasta sem við eigum - fólkið okkar!

Fyrir hverja er vinnustofan:

Vinnustofan er tilvalin fyrir þá stjórnendur sem vilja ná góðum árangri með sínu teymi. Einnig fyrir þá sem vilja kerfisbundið bæta eigin frammistöðu hvort sem er í lífi eða starfi.
Vinnustofan er á ensku. 

Til að fræðast meira um Fergus Connolly: fergusconnolly.com

Skipulag

 • Vinnustofa, fimmtudaginn 28. nóvember kl 13-17
 • Opinn fundur, fimmtudaginn 28. nóvember kl 11:30-12:30

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Dr. Fergus Connolly

Performance Expert