Stjórnun|Stutt námskeið

Að byggja upp liðsheild og viðhalda neistanum

Þátttakendur vinna að raunhæfum verkefnum með stuðningi leiðbeinanda og fá gagnlega endurgjöf.

 • Næsta námskeið

  22. janúar 2020
  kl. 09:00-12:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  9 klst. (3x3)

 • Verð

  67.000 kr.

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is

599 6341

Um námskeiðið

Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur þeim þáttum sem mikilvægir eru til að viðhalda neistanum í hópum, meðal annars út frá aðferðum markþjálfunar. Að geta byggt upp sterka liðsheild innan hópa sem samanstanda af ólíkum einstaklingum er afar verðmætt og getur haft víðtæk jákvæð áhrif á árangur.

Sjálfsþekking stjórnandans

Að viðhalda neista hópsins er ekki aðferðafræði sem nóg er að lesa um í bók heldur þurfa stjórnendur að þekkja sjálfa sig, þekkja hópinn og geta greint aðstæður hverju sinni til þess að vita hvað vænlegt er til árangurs og hvað ekki.

Það er enginn ein aðferðafræði sem virkar fyrir allar aðstæður heldur eru það grundvallarþættir í mannlegum samskiptum og hlustun sem einkenna árangursríkar liðsheildir.

Hugmyndafræðin byggir á því að nýta fræðin í bland við stjórnunarreynslu leiðbeinanda, raunsögur nemenda og færni í að lesa fólk og aðstæður.

Meðal þess sem er kennt:

 • Leiðir til að byggja upp traust
 • Að þekkja eigin samskiptastíl og beita honum með markvissum hætti
 • Að þróa færni í uppbyggingu liðsheilda með raunhæfum æfingum í eigin starfsumhverfi
 • Að vinna með persónuleg færnimarkmið með aðstoð markþjálfa
 • Að vinna að liðsheildaráætlun fyrir raunverulegar aðstæður á vinnustað

Tími í markþjálfun

Þátttakendum gefst kostur á einum markþjálfunartíma þar sem unnið er með færniþætti námskeiðsins. Tíminn er valkvæður en hann þarf að nýta fyrir 1. mars 2020.

Kennsla

Áhersla er lögð á að skapa umhverfi þar sem þátttakendur vinna að raunhæfum verkefnum með stuðningi leiðbeinanda og fá jafnframt gagnlega endurgjöf. Þannig gefst þátttakendum kostur á að nýta þær aðferðir sem þeir læra á námskeiðinu í sínu eigin starfsumhverfi og fá speglun á það frá leiðbeinanda.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar vel nýjum og verðandi stjórnendum, hópstjórum, teymisstjórum, verkefnastjórum og einstaklingum sem vilja ná færni í að vinna með hóp undirmanna eða samstarfsmanna. 

Skipulag

 • Miðvikudagur 22. janúar 2020, kl. 9.00 -12.00.
 • Miðvikudagur 29. janúar 2020, kl. 9.00 -12.00.
 • Miðvikudagur 5. febrúar 2020, kl. 9.00 -12.00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Elín Gränz

Mannauðsstjóri Hörpu