Ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar - fjarkennsla
Námskeið sem eykur hæfni þátttakenda til að skilja betur hið sívaxandi og vinsæla svið ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga
-
Næsta námskeið
2. mars og 3. mars 2021
kl. 9.00 - 12.00. Námskeiðið er kennt í fjarkennslu -
Staða
Skráning hafin
-
Lengd
6 klst (2x3)
-
Verð
49.000 kr.

Verkefnastjóri
Um námskeiðið
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ábyrgum og sjálfbærum fjárfestingum, þar á meðal græn- og félagsleg skuldabréf, aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og grænum innlánsreikningum.
Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur:
- Fái skilning á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga.
- Þekki mismunandi fjármálaafurðir sem teljast sjálfbærar.
- Þekki undirliggjandi verkefni og/eða starfsemi sem telst sjálfbær.
- Þekki stöðuna á sjálfbærri fjármögnun á íslenska markaðnum.
- Þekki sögu sjálfbæra fjármálamarkaðarins.
Ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar
Fjármálamarkaðir standa frammi fyrir miklum umbreytingum þessa stundina þar sem efnahagskerfi reyna að aðlaga sig og undirbúa sig undir afleiðingar loftslagsbreytinga sem og að auka sjálfbærni, bæði umhverfislega og félagslega. Fjármálaafurðir, s.s. græn skuldabréf, eru tól sem geta mögulega flýtt þessari vegferð.
Öll ríki, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, hluthafar og einstaklingar þurfa að undirbúa sig undir þær breytingar sem þegar hafa orðið og munu verða. Fyrirtæki verða að stefna að hinni þreföldu rekstrarafkomu (e. triple bottom line) á umhverfið, samfélagið og arðsköpun. Við öll, sem fjárfestar, starfsfólk, stjórnendur, viðskiptavinir, eða annað getum stuðlað að því að vegferðinni í átt að sjálfbæru samfélagi með því að skilja betur þessar miklu umbreytingar sem í gangi eru.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið hentar sérfræðingum, milli- og yfirstjórnendum innan einkafyrirtækja, sveitarfélaga eða hins opinbera. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn- og/eða yfirborðsþekkingu á starfsemi fjármálamarkaða og mismunandi fjármálaafurða (t.d. skuldabréf vs. hlutabréf vs. innlánsreikningar og hlutverk fjárfesta og lífeyrissjóða).
Skipulag
Námskeiðið verður kennt:
-
Þriðjudaginn 2. mars 2021 kl. 9.00-12.00
-
Miðvikudaginn 3. mars 2021 kl. 9.00-12.00
Námskeiðið mun fara fram á fjarkennslu í gegnum Zoom fjarfundarbúnað.
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.