Stjórnun|Stutt námskeið

7 venjur til árangurs

Velgengni vinnustaða veltur á góðri frammistöðu starfsfólks á öllum stigum. Frábær árangur krefst sameiginlegra gilda, hegðunar og færni sem samstillir hæfni einstaklinga við stefnu vinnustaðarins

 • Næsta námskeið

  27. janúar 2022
  kl. 13.00-17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst (2x4)

 • Verð

  85.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um vinnustofuna

Fólk byggir grunn karakters með því að setja í forgang að stjórna sjálfum sér og setja fordæmi—með svokölluðum persónulegum sigri. Það tekur fulla ábyrgð á ákvörðunum sínum, skapi, hegðun og afleiðingum. Það setur markmið sem tengjast þeirra framtíðarsýn og tilgangi teymisins og vinnustaðarins. Á þessari vinnustofu læra þátttakendur hvernig á að hrinda markmiðum í framkvæmd með fókus á það mikilvæga, ekki bara það sem er áríðandi.

Þátttakendur leggja drög að svokölluðum opinberum sigri með því að læra að vinna vel með öðrum – og hafa varanleg áhrif og árangur. Þau læra hugarfar sameiginlegra hagsmuna í öllum aðstæðum, hvernig á að eiga öflug samskipti með skilningsríkri hlustun og virðingu, og hvernig á að leysa vandamál með skapandi samlegð og uppskera betri lausnir.

Einnig læra þátttakendur að endurnæra sig stöðugt – hlúa að sjálfum sér með því að rækta hug, hjarta, líkama og sál – í lífi og starfi.

Meðal þess sem er kennt:

 • Taka fulla ábyrgð á niðurstöðum.
 • Koma auga á það sem skiptir mestu máli í vinnu þeirra og persónulega lífi.
 • Forgangsraða og ná mikilvægustu markmiðum sínum, í stað þess að bregðast stöðugt við því sem er áríðandi.
 • Vinna betur með öðrum með því að byggja upp sambönd sem grundvallast á trausti og sameiginlegum hag.
 • Eiga áhrifaríkari samskipti á öllum sviðum lífs síns, þ.m.t. í hinum stafræna heimi.
 • Nálgast vandamál og tækifæri gegnum skapandi samvinnu.
 • Samþætta stöðugar umbætur og lærdóm.
 • Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

Skipulag

Kennslan fer fram

 • Fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 13.00 - 17.00.
 • Mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 13.00 - 17.00.

Stefnt er að því að halda námskeiðið í húsakynnum Opna háskólans ef sóttvarnarreglur leyfa.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

 

 

Leiðbeinendur

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA