Stjórnun|Stutt námskeið

7 venjur árangursríkra stjórnenda

Á þessari FranklinCovey vinnustofu er sjónum þátttakenda beint að grunnatriðum þess að leiða þekkingarsamfélag dagsins í dag.

 • Næsta námskeið

  16. janúar 2020
  kl. 09:00 - 17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  16 klst (2x8)

 • Verð

  140.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um vinnustofuna

Á vinnustofunni læra stjórnendur að leiða teymi sín til árangurs. Viðfangsefnin eru til dæmis lausn ágreinings, forgangsröðun, frammistöðustjórnun, ábyrgð, traust, framkvæmd stefnu, samvinna og þróun teyma og starfsfólks.

Nútímastjórnun

Stöðugur og varanlegur árangur er krefjandi verkefni fyrir hvaða stjórnanda sem er. Áður fyrr beindist stjórnun að því að stýra hegðun fólks en í dag er annað uppi á teningnum. Í þessari vinnustofu er sjónum þátttakenda beint að grunnatriðum þess að leiða þekkingarsamfélag dagsins í dag.

Meðal þess sem er kennt:

 • Persónuleg forysta og starfsþróun - kynntar eru aðferðir til að efla frumkvæði, skipuleggja sig, vinna að markmiðum og stefnu og virkja liðsheildina til árangurs.
 • Leiðtogaþróun - 7 venjur til árangurs efla hæfileika verðandi og vaxandi leiðtoga með því að skerpa framtíðarsýn, forgangsraða verkefnum, skilja betur eigin hlutverk og ná fram samlegðaráhrifum hópsins.
 • Efla hæfni í að takast á við breytingar - það hefur sýnt sig að nálgun 7 venja til árangurs á mjög vel við þar sem tekist er á við erfiðar eða umfangsmiklar breytingar og þar sem byggja á á traustum grunni gilda og framtíðarsýnar.
 • Liðsheild - sérstaklega er unnið með hæfileika stjórnenda til að leiða aðra til árangurs. Meðal annars að innleiða "win-win" hugarfar í samskiptum,  samningum og viðskiptum, kenna leiðir til skilningsríkrar hlustunar og endurgjafar og að virða ólík sjónarhorn og nýta viðtalstækni til árangurs.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

Innifalið í námskeiðsgjöldum:

 • Valkvætt 360° frammistöðumat fyrir og eftir þjálfun til að mæla árangur við stjórnun.
 • Ríkuleg og umfangsmikil handbók fyrir þátttakendur.
 • „Management Essentials“ - hefti sem veitir innsýn í hlutverk stjórnenda.
 • Hljóðdiskur þar sem Stephen R. Covey útskýrir hvernig 7 venjurnar eiga við um stjórnendur.
 • Prentaðar og rafrænar útgáfur verkfæranna sem kynnt eru í vinnustofunni.

Skipulag

 • Fimmtudagur 16. janúar 2020, kl. 9 - 17
 • Föstudagur 17. janúar 2020, kl. 9 - 17

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA