Stjórnun|Stutt námskeið

6 lykilfærniþættir framlínustjórnenda

Framlínustjórnendur hafa afgerandi áhrif á árangur í rekstri. Á þessari vinnustofu, sem er haldin í samstarfi við FranklinCovey, verða kynntir 6 lykilfærniþættir framlínuleiðtoga.

 • Næsta námskeið

  27. febrúar 2020
  kl. 9.00-17.00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  70.000 kr.

Verkefna­stjóri

Sandra Kr. Ólafsdóttir

Um vinnustofuna

Hlutverk framlínustjórnenda hefur ávallt verið krefjandi og er þar að auki flóknara í dag en nokkru sinni fyrr. Með nýju viðhorfi, færni og verkfærum fá þátttakendur að uppskera meiri árangur í krefjandi hlutverki sínu og hljóta góðan stuðning í leiðinni.

Framlínustjórnendur

Helgun starfsmanna, ánægja og tryggð viðskiptavina, framleiðni, nýsköpun, sala og kostnaður. Þetta eru meðal þeirra mikilvægu þátta í starfsemi sem framlínustjórnendur hafa áhrif á og þeir skipta sköpum í árangri í rekstrinum.

Kennsla

6 lykilfærniþættir við að leiða teymi er safn af sérvöldu efni frá FranklinCovey.  Færniþættirnir eru:

 • Þróa viðhorf leiðtogans - tileinka sér mikilvæga viðhorfsbreytingu frá hlutverki sérfræðings til stjórnanda sem gerir þátttakendum kleift að leiða aðra til árangurs.
 • Taka stöðuna 1&1 - auka helgun liðsmanna með því að taka reglulega stöðuna með hverju og einum einslega (1&1), dýpka skilning á viðfangsefnum liðsmanna, og hjálpa þeim að leysa sjálf verkefni dagsins.
 • Stilla teyminu upp til að ná árangri - setja sameiginleg skýr markmið og skilgreina árangursmælikvarða; dreifa ábyrgð og styðja liðsmenn.
 • Skapa menningu endurgjafar - gefa reglulega endurgjöf til að þróa sjálfstraust og færni liðsmanna; bæta eigin frammistöðu með því að sækjast eftir endurgjöf frá öðrum.
 • Leiða teymið í gegnum breytingar - koma auga á sértækar aðgerðir til að hjálpa liðsmönnum að vinna hratt og örugglega í gegnum breytingar og bæta stöðugt frammistöðu.
 • Stjórna tíma og orku - nýta vikulega áætlanagerð til að einblína á mikilvægustu forgangsverkefnin. Hlúa að velferð allra með því að nýta 5 hvata orkustjórnunar.

Fyrir hverja er vinnustofan?

Vinnustofan hentar verðandi og vaxandi leiðtogum sem eru að leita að hagnýtum og viðeigandi ráðum um hvernig á að leiða teymi til árangurs. Þátttakendur læra hvernig má nýta framlag allra til að ná meiri árangri.

Skipulag

Námskeiðið fer fram frá kl. 9.00-17.00 eftirfarandi dag:

 • Fimmtudagur 27. febrúar 2020.


Vinsamlegast athugið að dagsetning er birt með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

 

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir

Forstöðumaður starfsþróunar hjá Reykjavíkurborg og ráðgjafi hjá FranklinCovey