Stjórnun|Stutt námskeið

5 valkostir að aukinni framleiðni og velferð

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

FranklinCovey vinnustofa þar sem þátttakendum er kennt að stjórna betur ákvörðunum sínum, athygli og orku. Þannig ná þeir að einbeita sér að réttum verkefnum, halda fókus og hámarka afköst sín og árangur í lífi og starfi.

 • Næsta námskeið

  17. október 2019
  kl. 09:00-17:00

 • Staða

  Skráning hafin

 • Lengd

  8 klst

 • Verð

  80.000 kr.

Verkefna­stjóri

Lýdía Huld Grímsdóttir

Námskeiðslýsing

Vinnustofan 5 valkostir að aukinni framleiðni og velferð (The 5 Choices to Extraordinary Productivity) sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda sem hjálpa þátttakendum að stjórna betur ákvörðunum sínum, athygli og orku. 

Þekkingarstarfsfólk og leiðtogar 21. aldarinnar fá greitt fyrir að hugsa, skipuleggja, eiga samskipti og framkvæma með árangursríkum hætti.

Þjakandi truflanir, ótal verkefni sem aldrei taka enda og vangeta til að eiga góð samskipti geta látið fólki finnast það vera gagnslaust og áhrifalaust og dregið úr árangri.

Lausnir FranklinCovey til aukinnar framleiðni hjálpa þekkingarstarfsfólki og leiðtogum að tileinka sér þrenns konar hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur:

 • ​Verja verðmætum tíma, athygli og orku með kerfisbundnum hætti í mikilvægustu forgangsverkefni.
 • Ljúka verkefnum á réttum tíma, innan fjárhagsáætlunar og með fullkomnum árangri.
 • Upplýsa og sannfæra með öflugum hætti eina manneskju eða hundrað, augliti til auglitis eða rafrænt.

Viðhorf, færni og verkfæri framleiðnilausna FranklinCovey gera starfsfólki kleift að ná hámarks árangri hvern dag.

​Lausnin er byggð á margra ára rannsóknum og reynslu og eykur afkastagetu til muna og stuðlar að aukinni einbeitingu, sátt og nýjum afrekum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér .

Skipulag

Kennsla fer fram fimmtudaginn 17. október, kl. 09:00-17:00.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Aðalheiður Sveinsdóttir

Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi

Guðrún Högnadóttir

Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA