Stjórnun|Stutt námskeið

4DX - The 4 Disciplines of Execution

Í þessari vinnustofu Opna háskólans í HR og FranklinCovey fá þátttakendur þjálfun í fjórum grunnstoðum innleiðingarstefnu (4DX).

 • Næsta námskeið

  Væntanlegt

 • Staða

  Væntanlegt

 • Lengd

  8 klst. (1x8)

 • Verð

  80.000 kr.

Verkefna­stjóri

Lýdía Huld Grímsdóttir

Um námskeiðið

4DX er einföld og sannreynd aðferð til að ná raunverulegum árangri við að innleiða mikilvægar áherslubreytingar sem kalla á breytta hegðun. Aðferðafræðin hefur verið þróuð af hundruðum fyrirtækja og þúsundum teyma á undanförnum áratug, og hefur Franklin Covey, í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Expectus, innleitt aðferðafræðina hjá fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og nú nýta á fimmta hundrað íslenskra teyma aðferðina í viku hverri. 

Að vinnustofu lokinni ættu þátttakendur að: 

 • Geta valið og sett áherslu á mikilvægasta markmiðið hverju sinni (e. focus on the wildly important goal)
 • Geta skilgreint aðferðir sem hreyfa við mikilvægasta markmiðinu (e. lead measures)
 • Geta hannað og nýtt stigatöflur (e. scoreboards) til að fylgjast með framgangi og tryggja stöðugar umbætur 

Innifalið í námskeiðsgögnum: 

 • Metsölubókin The 4 Discipline of Execution eftir Chris McChesney, Jim Huling og Sean Covey
 • Vönduð innbundin námskeiðsgögn
 • Aðgangur að 4DX OS Team, sem er sérhannaður hugbúnaður til að innleiða aðferðafræðina. Leyfið nær yfir eitt teymi og innifalið er leyfisgjald til 12 mánaða
 • Aðgangur að vönduðu kennsluefni á vefgáttinni, fjöldi myndbanda og sýnidæmi til að útskýra hugtök og auðvelda innleiðingu  

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fá þjálfun í fjórum grunnstoðum innleiðingar stefnu.

Skipulag

Vinnustofan er kennd yfir einn heilan dag, kl. 9-17.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist í námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 

Hér koma leiðbeinendur

 

Leiðbeinendur

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Viðskiptastjóri hjá FranklinCovey á Íslandi