Stjórnun|Stafræn námskeið

Mannauðsstjórnunar-hlutverk stjórnenda frá A-Ö

 • Næsta námskeið

  Námskeiðið er á stafrænu formi aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans

 • Staða

  Kaupa námskeið

 • Lengd

  1,5 klst.

 • Verð

  35.000 kr

Verkefna­stjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Um námskeiðið

Allir stjórnendur eru að einhverju leyti mannauðsstjórar. Hér eru hagnýtar hugmyndir til að takast á við ólíkar aðstæður sem flestir stjórnendur takast á við oftar en einu sinni á sínum ferli.

Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur geta með öryggi og vissu:

 • tekið faglega á móti nýju starfsfólki
 • stjórnað fólki í fjarvinnu
 • lýst höfuðáherslum í frammistöðustjórnun
 • lýst hvaða þættir eru hvetjandi fyrir starfsfólk
 • lýst hvernig starfsþróun á sér stað
 • lokið ráðningarsambandi með faglegum hætti
 • lýst eiginleikum og eðli vinnustaða framtíðarinnar

Yfirferð námskeiðsins tekur tæpa tvo tíma.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er mjög hagnýtt og hentar öllum þeim sem vilja efla sig í mannauðsstjórnunarhlutverkinu, hvort sem þeir eru millistjórnendur, verkstjórar, verkefnisstjórar, framkvæmdastjórar og hóp- eða teymisstjórar.

Skipulag

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Hér koma leiðbeinendur

Leiðbeinendur

Herdís Pála Pálsdóttir

Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi