Home/Skýjalausnir – DevOps

Stjórnun

Skýjalausnir - DevOps

DevOps aðferðin fyrir forvitna stjórnendur

Námskeið hefst
16. október 2023 - kl. 09:00
Verð
87.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

DevOps aðferðin fyrir forvitna stjórnendur

Um námskeiðið

Tilgangur námskeiðsins er að skapa forvitni fyrir skýjalausnum á rekstri tölvukerfa, farið verður yfir helstu skýjaveitur, sögu þeirra og þróun á þjónustuframboði.

Skoðuð verða dæmi um ávinning af skýjarekstri og tækifærin sem opnast við að vinna eftir DevOps aðferðinni.

Rædd verða hugbúnaðarprófanir, áreiðanleiki, skalanleiki, vottanir o.f.l. sem „DevOps“ rammar inn í virðisstrauma.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur og ákvörðunaraðila sem koma að upplýsingatæknivegferð fyrirtækja og stofnana.

Viðfangsefnið er nálgast út frá augum stjórnenda.

Það verður ekki farið í mjög tæknilega dýpt heldur talað um ávinning og hættur við skýjavæðingu frá sjónarhóli stjórnenda.

Skipulagið

Námskeiðið er staðarnám, tvö skipti, 4 klst í senn með viku millibili.

Inn koma gestafyrirlesarar og umræður byggjast á raundæmum. 

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi þá daga sem kennt er.

Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR þar sem námsefnið finnst.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verð

87.000 kr

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Leiðbeinendur

Jóhannes Ólafur  Jóhannesson);

Jóhannes Ólafur Jóhannesson

Rekstrarstjóri (COO) Andes

Deila námskeiði:

Go to Top