Home/Árangursrík teymi – sálrænt öryggi

Styttri námskeið

Árangursrík teymi - sálrænt öryggi

Hvernig byggjum við upp umhverfi árangurs?

Staðnám

Námskeið hefst
1. febrúar 2023 - kl. 09:00
Verð
69.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Hvernig byggjum við upp umhverfi árangurs?

Um námskeiðið

Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja og stofnanna einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum verður ríkari þörf fyrir teymi sem eru fær um takast á við flóknar áskoranir og verkefni.

En hver er uppskriftin að árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna (okkur) að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í teymum þar sem sálrænt öryggi er til staðar sjáum við meðal annars:

 • Nýsköpun blómstrar (meira virði skapast)
 • Hraðari árangur þar sem lærdómur fæst hraðar og skýrar
 • Aukin gæði (uppfyllum betur þarfir viðskiptavina)
 • Aukin vellíðan starfsmanna (dregur úr streitu og þáttaka og ánægja eykst) 

Á námskeiðinu verður skoðað hvað felst í sálrænu öryggi og hvernig megi læra að þekkja birtingamynd þess innan teyma. Við rýnum okkar eigin reynsluheim og drögum lærdóm þaðan. Við skoðum fjóra þætti sálræns öryggis og lærum leiðir til að ræða um þessa þætti og gera

þá áþreifanlega. Mikil áhersla er lögð á praktíska nálgun og fá þátttakendur tækifæri til að æfa sig í litlum hópum. Þeir eru einnig hvattir til að prófa sig áfram milli kennsludaga til að dýpka þekkingu sína og vera þannig enn betur undirbúnir til að yfirfæra hana yfir í sitt vinnuumhverfi. 

Ummæli frá fyrri námskeiðum:

 • „Gott efni þar sem var passlega blandað saman fræðilegum hluta og praktískum og kennarinn kom þessu öllu mjög vel til skila. ”
 • „Það var unnið með efnið í tímum, góður tími gefinn fyrir umræður og ég var ánægð með hvað leiðbeinandi var viljug að fara út fyrir efnið þar sem það átti við.”
 • „Góð þekking á efninu skilaði sér mjög vel frá leiðbeinanda”     

Ávinningur: 

 • Þekkingur og skilningur á sálrænu öryggi og áhrif þess á teymi
 • Þekkingur og skilningur á fjórum þáttum sálræns öryggis
 • Aukinn orðaforði til að ræða um þætti tengda sálrænu öryggi
 • Aukin færni í að skilja stöðu sálræns öryggis í teymum
 • Aukin færni í að tala um óþægilega hluti
 • Aukin færni í að gera áþreifanlega hluti áþreifanlega og vinna þannig með teymum í átt að auknu sálrænu öryggi

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka þekkingu sína í að byggja upp árangursrík teymi sem skila sjálfbærum árangri. Námskeiðið er sniðið að þeim sem gegna leiðtogahlutverkum í teymum, s.s. stjórnendum, hóp-/teymisstjórum, leiðtogum og verkefnastjórum.

Skipulagið

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum eftirfarandi daga kl. 09:00-12:30:

 • Miðvikudagur 1. febrúar
 • Miðvikudagur 8. febrúar
 • Miðvikudagur 15. febrúar

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verð

69.000 kr.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Kristrún Anna Konráðsdóttir);

Kristrún Anna Konráðsdóttir

Teymis- & markþjálfi

Deila námskeiði:

Go to Top