Home/Power BI frá A til Ö
Upplýsingatækni

Styttri námskeið

Power BI frá A til Ö

Viltu læra allt það sem þú þarft að kunna á Power BI?

Staðnám

Námskeið hefst
15. febrúar 2024 - kl. 09:00
Verð
99.000 kr.
Staða
Skráning hafin

Stutt lýsing

Viltu læra allt það sem þú þarft að kunna á Power BI?

Um námskeiðið

Power BI frá Microsoft hentar vel til að búa til gagnvirkar skýrslur og mælaborð og dreifa til notenda en Power BI bíður líka upp á gagnamótun og gerð greiningarteninga. Á þessu námskeiði verður farið í alla kerfishluta Power BI og möguleikar lausnarinnar kannaðir til hlítar.

Power BI – Framsetning og dreifing
Farið verður í hönnun og gerð gagnvirkra skýrsla og mælaborða í Power BI Desktop en farið verður líka yfir þá möguleika sem skýjalausnin býður uppá til að birta og greina gögn og dreifa skýrslum. Kannaðar verða margvíslegar aðferðir til að setja fram gögn á myndrænan hátt en námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti með nútímalegum aðferðum.

Power BI – Greiningarmódel og DAX forritun
Síðan verður fjallað um teningagerð og einfalda DAX forritun í Power BI. Farið verður yfir innlestur á ýmiskonar gögnum, hvernig maður tengir saman margskonar gagnatöflur. Síðan snúum við okkur að DAX forritun og lærum að forrita okkar eigin mælieiningar og greiningarvíddir. Við lærum á töfluföll, dagsetningaföll, strengjaföll, CALCULATE() og ýmislegt fleira.

Power BI – Gagnamótun
Power Query (Transform) er bæði til sem ókeypis viðbót í Excel (Get and transform) og hluti af Power BI desktop (Transform). Power Query frá Microsoft er tól sem umbreytir hráum gögnum í greinanleg gögn. Power Query er auðvelt í notkun, hraðvirkt og getur tengst næstum hvaða gagnalind sem er. Power Query sér um hreinsun, samþættingu og samtengingu gagna. Með Power Query gefst kostur á að vista og endurnýta fyrirspurnir og verkferla sem oft eru keyrðir.

Meðal þess sem er kennt:

  • Notkun og virkni skýrslna og þá sérstaklega gagnvirkni gagnastýringa og tengingar á milli skýrslna.
  • Skýrsluhönnun og gagnabirting - hvað virkar og hvað ber að varast?
  • Að tengjast einföldum gagnalindum með Power BI Desktop og birta í skýrslum.
  • Útfærsla á aðgangsstýringum og notkun Power BI Service til að dreifa greiningarskýrslum.
  • Staðlaðar gagnasýnir (e. visuals) sem fylgja með Power BI og aðfengnar gagnasýnir sem boðið er upp á til að útvíkka möguleika forritsins (e. custom visuals).
  • Birting landfræðigagna og þá möguleika sem Power BI bíður upp á, bæði með stöðluðum gagnasýnum og aðfengnum gagnasýnum.
  • Greining gagna á mannamáli (e. natural language queries) og hvernig best er að haga fyrirspurnum til að fá réttar niðurstöður.
  • Leiðir til að auðvelda aðgengi að upplýsingum með „fyrirspurnum á mannamáli“.

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur aflað sér þekkingar á ýmsum útbreiddum gagnalindum og algengum aðferðum við móta gögn og gera þau greiningarhæf.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja setja fram gögn með myndrænum hætti og nútímalegum aðferðum. Námskeiðið byggir á virkri þátttöku nemenda og nýtist öllum þeim sem vinna með tölugögn.

Skipulagið

Mikilvægt að allir mæti með nýjustu útgáfu af Power BI desktop uppsett sem má nálgast hér án endurgjalds.

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum 09:00-15:00. Sjá dagsetningar undir lotur.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Þátttakendur þurfa að vinna á sinni eigin PC tölvu. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi og nýjustu útgáfu Power BI Desktop uppsetta.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Verð

96.000 kr.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskardóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Deila námskeiði:

Go to Top