Home/PMD stjórnendanám HR – Programme for Management Development
Stjórnun og leiðtogafærni Persónuleg þróun

Lengri námslínur

PMD stjórnendanám HR - Programme for Management Development

Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

 

    Staðnám

    Námskeið hefst
    7. september 2023 - kl. 09:00
    Verð
    810.000 kr.
    Staða
    Skráning hafin

    Stutt lýsing

    Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

     

      Um námskeiðið

      Með því að ljúka PMD-náminu hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

      Námskeið fjalla meðal annars um samningatækni, aðferðir straumlínustjórnunar, markaðsmál, breytingastjórnun, fjármálastjórnun, stefnumótun og aðferðir til að leysa úr ágreiningi.

      Meðal þess sem er kennt:

      • Að efla umbótastarf og laga ferla.
      • Að setja sér markmið um framfarir og vinna að áætlun um árangur.
      • Geta hjálpað starfsfólki að takast á við óvissuástand í kjölfar breytinga.
      • Skilja notkun markaðsgreininga og mælinga.
      • Skilja samhengi rekstrar, efnahags og sjóðstreymis.
      • Hafa þekkingu og skilning á verðmati fyrirtækis.
      • Að geta tekið rökstuddar ákvarðanir um siðferðisleg álitaefni í viðskiptum.
      • Að þekkja greiningartæki sem notuð eru við stefnumótun.
      • Samningatækni.

      Um stjórnun

      Stjórnendur samtímans þurfa að hafa þekkingu á ótal þáttum sem tengjast starfsemi fyrirtækja og stofnana, sama hver stærð starfseminnar er. Þeir þurfa líka að hugsa um þróun starfsfólks og sína persónulegu þróun en þannig verða stjórnendur góðir leiðtogar. PMD-námið er hannað að erlendri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum.

      Fyrir hverja er námskeiðið

      Námið er ætlað stjórnendum sem vilja bæta við menntun sína og hæfni samhliða vinnu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms. Mælst er til þess að þátttakendur hafi minnst þriggja ára stjórnunarreynslu og haldbæra menntun.

       

      Skipulagið

      Námið er alls 98 klst. og hefst í september ár hvert. Það samanstendur af sjö tveggja daga lotum sem kenndar eru með um það bil fjögurra vikna millibili á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 9 - 16.

      Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Í einhverjum námslotum fá nemendur tækifæri til að vinna að verkefnum tengdum því fyrirtæki sem þeir starfa hjá.

      Þátttakendur þreyta ekki próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna. Þeir geta þó þurft að lesa stutt raundæmi (e. case) eða sambærilegt fyrir upphaf einhverra lota.

      Kennsluáætlun 2023-2024

      Hagnýtar upplýsingar

      Þátttakendur fá staðfestingu á að hafa lokið námslínunni.

      Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
      Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
      Kannaðu málið.

      Innifalið í verði eru:

      • Öll námsgögn.
      • Morgunkaffi, hádegismatur og eftirmiðdagshressing þá daga sem kennt er.

      Verð

      Verð: 789.000 kr.

      Verkefnastjóri

      Björg Rún Óskardóttir

      bjorgrun@ru.is

      599 6300

      Leiðbeinendur

      Dr. Þóranna  Jónsdóttir);

      Dr. Þóranna Jónsdóttir

      Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta

      Dr. Valdimar  Sigurðsson);

      Dr. Valdimar Sigurðsson

      Prófessor við viðskiptadeild HR. PhD

      Ketill Berg  Magnússon);

      Ketill Berg Magnússon

      Mannauðsstjóri Marel á Íslandi

      Herdís Pála Pálsdóttir);

      Herdís Pála Pálsdóttir

      Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi

      Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson);

      Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson

      Dósent við viðskiptadeild HÍ. PhD

      Elmar Hallgríms Hallgrímsson);

      Elmar Hallgríms Hallgrímsson

      Framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfelagi

      Pétur  Arason);

      Pétur Arason

      Chief challenger of status quo hjá Manino. MSc

      Auður Arna Arnardóttir);

      Auður Arna Arnardóttir

      Dósent við viðskiptadeild HR. PhD

      Deila námskeiði:

      Go to Top