
Lengri námslínur
PMD stjórnendanám HR - Programme for Management Development
Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.
Staðnám
PMD stjórnendanám HR - Programme for Management Development
Stjórnun og forysta - 7. september 2023 kl. 09:00 - 16:00
Stjórnun og forysta - 8. september 2023 kl. 09:00 - 16:00
Persónuleg þróun I - 5. október 2023 kl. 09:00 - 16:00
Stefnumótun - 6. október 2023 kl. 09:00 - 16:00
Rekstur og verðmætasköpun - 2. nóvember 2023 kl. 09:00 - 16:00
Rekstur og verðmætasköpun - 3. nóvember 2023 kl. 09:00 - 16:00
Straumlínustjórnun - 30. nóvember 2023 kl. 09:00 - 16:00
Samfélagsleg ábyrgð - 1. desember 2023 kl. 09:00 - 16:00
Breytingastjórnun - 11. janúar 2024 kl. 09:00 - 16:00
Breytingastjórnun - 12. janúar 2024 kl. 09:00 - 10:00
Samningatækni - 8. febrúar 2024 kl. 09:00 - 16:00
Árangur á markaði - 9. febrúar 2024 kl. 09:00 - 16:00
Innleiðing stefnumótunar: Að koma stefnu í framkvæmd - 7. mars 2024 kl. 09:00 - 16:00
Persónuleg þróun II - 8. mars 2024 kl. 09:00 - 16:00
14 lotur
Stutt lýsing
Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.
Um námskeiðið
Með því að ljúka PMD-náminu hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.
Námskeið fjalla meðal annars um samningatækni, aðferðir straumlínustjórnunar, markaðsmál, breytingastjórnun, fjármálastjórnun, stefnumótun og aðferðir til að leysa úr ágreiningi.
Meðal þess sem er kennt:
- Að efla umbótastarf og laga ferla.
- Að setja sér markmið um framfarir og vinna að áætlun um árangur.
- Geta hjálpað starfsfólki að takast á við óvissuástand í kjölfar breytinga.
- Skilja notkun markaðsgreininga og mælinga.
- Skilja samhengi rekstrar, efnahags og sjóðstreymis.
- Hafa þekkingu og skilning á verðmati fyrirtækis.
- Að geta tekið rökstuddar ákvarðanir um siðferðisleg álitaefni í viðskiptum.
- Að þekkja greiningartæki sem notuð eru við stefnumótun.
- Samningatækni.
Um stjórnun
Stjórnendur samtímans þurfa að hafa þekkingu á ótal þáttum sem tengjast starfsemi fyrirtækja og stofnana, sama hver stærð starfseminnar er. Þeir þurfa líka að hugsa um þróun starfsfólks og sína persónulegu þróun en þannig verða stjórnendur góðir leiðtogar. PMD-námið er hannað að erlendri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námið er ætlað stjórnendum sem vilja bæta við menntun sína og hæfni samhliða vinnu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms. Mælst er til þess að þátttakendur hafi minnst þriggja ára stjórnunarreynslu og haldbæra menntun.
Skipulagið
Námið er alls 98 klst. og hefst í september ár hvert. Það samanstendur af sjö tveggja daga lotum sem kenndar eru með um það bil fjögurra vikna millibili á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 9 - 16.
Kennslan byggir að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Í einhverjum námslotum fá nemendur tækifæri til að vinna að verkefnum tengdum því fyrirtæki sem þeir starfa hjá.
Þátttakendur þreyta ekki próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna. Þeir geta þó þurft að lesa stutt raundæmi (e. case) eða sambærilegt fyrir upphaf einhverra lota.
Hagnýtar upplýsingar
Þátttakendur fá staðfestingu á að hafa lokið námslínunni.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Innifalið í verði eru:
- Öll námsgögn.
- Morgunkaffi, hádegismatur og eftirmiðdagshressing þá daga sem kennt er.
Verð
Verð: 789.000 kr.
Verkefnastjóri
Björg Rún Óskardóttir
bjorgrun@ru.is
599 6300
Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir
Ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarháttaÞóranna er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.
Hún hefur talsverða reynslu af stjórnarsetu, sat m.a. í stjórn Íslandsbanka, Lyfju og Auðar Capital og situr nú m.a. í stjórn Festi og Krónunnar. Hún var formaður vinnuhóps um endurskoðun 4. og 5. útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út á vegum Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar.
Þóranna hefur víðtæka reynslu af breytingastjórnun bæði í gegnum eigin störf og sem fyrirlesari, leiðbeinandi og ráðgjafi fyrir stjórnendur hjá fjölmörgum stærstu fyrirtækja landsins. Þá hefur hún víða haldið erindi um viðskiptatengd málefni og stýrt fundum og ráðstefnum.

Dr. Valdimar Sigurðsson
Prófessor við viðskiptadeild HR. PhDDr. Valdimar Sigurðsson er prófessor í markaðsfræði og neytendasálfræði við viðskiptadeild HR. Valdimar lauk doktorsprófi sínu við Cardiff University.
Valdimar hefur birt fjölda greina og bókakafla og unnið til rannsóknarstyrkja. Hann hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í markaðsmálum bæði á Íslandi sem og erlendis.

Ketill Berg Magnússon
Mannauðsstjóri Marel á ÍslandiKetill Berg er mannauðsstjóri Marel á Íslandi, stjórnendamarkþjálfi og kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við HR. Hann hefur yfir 10 ára reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum og fyrirtækjum. Ketill er með MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í viðskiptasiðfræði frá University of Saskachewan í Kanada 1997 og BA frá Háskóla Íslands 1993. Ketill Berg var framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagsábyrgð fyrirtækja, um árabil.

Herdís Pála Pálsdóttir
Reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfiHerdís Pála er reyndur stjórnandi og stjórnunarráðgjafi. Samhliða því sinnir hún kennslu, fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi, ráðgjöf og markþjálfun, auk þess sem hún birtir reglulega greinar um stjórnun, mannauðsstjórnun, leiðtogafræði og Self-Leadership.
Herdís Pála hefur um 18 ára reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar hjá RB. Hún starfaði einnig hjá Byr hf. (áður Byr sparisjóður), Íslandsbanka og IMG (nú Capacent). Einnig hefur hún segið í ýmsum stjórnum fyrirtækja, góðgerðar- og félagasamtaka.
Herdís Pála er með MBA gráðu frá UNH í Bandaríkjunum og B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands, auk þess sem hún hefur lokið námi í markþjálfun frá HR. Hún er með gilda alþjóðlega vottun frá ICF sem markþjálfi og fékk nýlega vottun til að vinna með bandarísku áhugasviðskönnunina Self-Directed Search (SDS).

Dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson
Dósent við viðskiptadeild HÍ. PhDDr. Þröstur Olaf Sigurjónsson er dósent við viðskiptadeild HÍ. Þröstur hefur kennt stefnumótun á grunn- og meistarastigi við HR og HÍ um árabil. Hann hefur unnið að stefnumótun fyrir fyrirtæki í flestum atvinnugreinum, sem sjálfstæður ráðgjafi og áður fyrir KPMG á Íslandi og PWC í Kaupmannahöfn.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfelagiElmar Hallgríms Hallgrímsson hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem og úr háskólasamfélaginu. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfelagi. Elmar lærði sáttamiðlun við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum. Þá hefur Elmar lokið framhaldsþjálfun í sáttamiðlun í viðskiptalegum deilum hjá Lögmannafélaginu í New York.
Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann er nú stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans.

Pétur Arason
Chief challenger of status quo hjá Manino. MScPétur Arason er Chief challenger of status quo hjá Manino. Hann lauk MSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg.
Pétur starfaði í 9 ár hjá Marel, síðast sem Global Innovation Program Manager. Þar áður starfaði hann m.a. hjá Flextronics í Danmörku og sem viðskiptaráðgjafi hjá ParX.
Sérsvið Péturs eru nýsköpun í stjórnun fyrirtækja (e. management innovation), stefnumótun og innleiðing stefnu, straumlínustjórnun (e. lean) og aðferðir tengdar fyrirtækjakerfum, ferlastjórnun og stöðugum umbótum.

Auður Arna Arnardóttir
Dósent við viðskiptadeild HR. PhDDr. Auður Arna er dósent við viðskiptadeild HR og fyrrum forstöðumaður MBA náms í HR. Hún er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, og meistaragráðu og síðar doktorsgráðu í ráðgjafasálfræði frá Virginia Commonwealth University. Auður hefur einnig lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá Háskóla Íslands.
Auður sérhæfir sig meðal annars í mannauðsstjórnun, eðli hópa og hópa dýnamík. Auður hefur kennt við viðskiptadeild HR frá árinu 2001.